Barnadeild

-47 -46  

Markmið

Í skólanum er lögð áhersla á dansgleði, sköpun og góða líkamsþjálfun. Allir kennarar eru menntaðir í dansi og með mikla reynslu. Skólinn þjálfar kennara og aðstoðarkennara.

Helstu markmið okkar eru:

 • að nemendur þroskist félagslega í gegnum hópavinnu.
 • að nemendur þjálfist í samhæfingu hreyfinga og tónlistar.
 • að nemendur öðlist líkamsstyrk og liðleika.
 • að nemendur læri að tileinka sér góða líkamsvitund.
 • að nemendur upplifi fjölbreytta tónlist víðsvegar að í heiminum. Þeir skynji púls og hrynjanda tónlistar og að þeir geti nýtt sér hana við túlkun hreyfinga.
 • að nemendur geti skapað eigin hreyfingar með og án fyrirmæla og að tilfinningar og löngun þeirra fái notið sín.
 • að nemendur hvílist og teygi vöðva í lok hverrar kennslustundar við róandi tónlist.
 • að nemendur frá 9 ára aldri taki þátt í sameiginlegri jólasýningu, sem haldin er í Gaflaraleikhúsinu. Jólasýning yngri nemenda er haldin í æfingasal og nemendur frá 5 ára aldri taka þátt í vorsýningu skólans sem haldin er 1. maí ár hvert í Borgarleikhúsinu.

Barnadans 2-3 ára með foreldrum

Aldur: 2 – 3 ára
Æfir: 1 x í viku
Lengd námskeiðs: 9 vikur
Tími: 
Dagsetning:

Verð án niðurgreiðslu: kr. 20.000

Helstu markmið í kennslunni eru:

 • að nemendur öðlist færni í grunnhreyfingum dansins, s.s. ganga, hlaupa, sitja, standa, sporhopp (kallað sporhopp innan dansheimsins, en valhopp innan íþróttahreyfingarinnar), rennispor, hoppa, stökkva, ganga á tábergi, snúningar, sveiflur, teygjur, hoppa frá einum fæti til annars, frá báðum til eins, o.s.frv.
 • að nemendur þjálfist í jafnvægisæfingum, t.d. að standa á öðrum fæti eða hafa einn líkamshluta á gólfinu meðan þeir hreyfa sig
 • að nemendur taki þátt í dansleikjum, tjáningu og spuna
 • að nemendur dansi ýmsa hring- og þjóðdansa

Barnadans 4 – 5 ára

Aldur: 4 – 5 ára
Æfir: 1 x í viku
Lengd námskeiðs: 14 vikur
Tími:  
Dagsetning:

Verð: kr. 32.400

Helstu markið í kennslunni eru:

 • að nemendur öðlist færni í grunnhreyfingum dansins s.s. ganga, hlaupa, sitja, standa, sporhopp (kallað sporhopp innan dansheimsins, en valhopp innan íþróttahreyfingarinnar), rennispor, hoppa, stökkva, ganga á tábergi, snúningar, sveiflur, teygjur, hoppa frá einum fæti til annars, frá báðum til eins, o.s.frv.
 • að nemendur þjálfist í jafnvægisæfingum, t.d. að standa á öðrum fæti eða hafa einn líkamshluta á gólfinu meðan þeir hreyfa sig
 • að nemendur taki þátt í dansleikjum, tjáningu og spuna
 • að nemendur læri einfalda hring- og þjóðdansa. Einnig frumsamda dansa frá kennurum.
 • að nemendur læri einfaldar ballettæfingar í gegnum leiki
 • að nota teygjur og slökun í gegnum leiki

Afró með foreldrum

Aldur: 4 ára +
Æfir: 1 klst á viku
Lengd námskeiðs: 10 vikur
Tími:  
Dagsetning: Ekki kennt þessa önn

Verð:

Kenndir eru afrískir dansar í bland við söng og leiki við lifandi trommuslátt.
Ævintýralegt ferðalag um framandi menningu vestur-Afríku.

Barnaballett 6 ára

Aldur: 6 ára
Æfir: 1 x í viku
Lengd námskeiðs: 14 vikur
Tími: 
Dagsetning:

Verð: kr. 32,400 (niðurgreiðsla kr. 3.000 á mánuði fyrir börn 6 – 17 ára , sjá nánar reglur á hafnarfjordur.is)

að nemendur öðlist færni í grunnhreyfingum dansins s.s. ganga, hlaupa, sitja, standa, sporhopp (kallað sporhopp innan dansheimsins, en valhopp innan íþróttahreyfingarinnar), rennispor, hoppa, stökkva, ganga á tábergi, snúningar, sveiflur, teygjur, hoppa frá einum fæti til annars, frá báðum til eins, o.s.frv.

 • að nemendur þjálfist í jafnvægisæfingum, t.d. að standa á öðrum fæti eða hafa einn líkamshluta á gólfinu meðan þeir hreyfa sig
 • að nemendur taki þátt í dansleikjum, tjáningu og spuna
 • að nemendur læri einfalda hring- og þjóðdansa. Einnig frumsamda dansa frá kennurum.
 • að nemendur læri einfaldar ballettæfingar í gegnum leiki
 • að nota teygjur og slökun í gegnum leiki
 • að nemendur læri forgrunn klassíska ballettsins. Aðallega er stuðst við Royal Academy of Dance
 • að nemendur þjálfist í ýmsum danstegundum s.s. spuna, þjóðdönsum og tjáningu

Barnaballett 7 ára

Aldur:  7 ára
Æfir: 2 klst á viku
Lengd námskeiðs: 14 vikur
Tími:  
Dagsetning:

Verð: kr. 41,500 (niðurgreiðsla kr. 3.000 á mánuði fyrir börn 6 – 17 ára , sjá nánar reglur á hafnarfjordur.is)

að nemendur öðlist færni í grunnhreyfingum dansins s.s. ganga, hlaupa, sitja, standa, sporhopp (kallað sporhopp innan dansheimsins, en valhopp innan íþróttahreyfingarinnar), rennispor, hoppa, stökkva, ganga á tábergi, snúningar, sveiflur, teygjur, hoppa frá einum fæti til annars, frá báðum til eins, o.s.frv.

 • að nemendur þjálfist í jafnvægisæfingum, t.d. að standa á öðrum fæti eða hafa einn líkamshluta á gólfinu meðan þeir hreyfa sig
 • að nemendur taki þátt í dansleikjum, tjáningu og spuna
 • að nemendur læri einfalda hring- og þjóðdansa. Einnig frumsamda dansa frá kennurum.
 • að nemendur læri einfaldar ballettæfingar í gegnum leiki
 • að nota teygjur og slökun í gegnum leiki
 • að nemendur læri forgrunn klassíska ballettsins. Aðallega er stuðst við Royal Academy of Dance
 • að nemendur þjálfist í ýmsum danstegundum s.s. spuna, þjóðdönsum og tjáningu

Nemendur æfa ballett einu sinni í viku og djass einu sinni viku.