Föt til sölu!!

04-12-18

Sæl og blessuð,

 

þá erum við loksins búnar að opna sölusíðuna okkar fyrir Listdansskóla fötin! Það eru margir búnir að bíða eftir þessu og nú er tilvalið að panta og kaupa jólagjafir :)

https://www.listdansskolishop.com

Hægt verður að panta föt í gegnum síðuna þangað til 10.desember.

Það verður ekki hægt að panta í skólanum. Greitt verður í gegnum sölusíðuna og fötin verða svo afhent í Listdansskólanum.

Við erum með einhverjar hettupeysur uppí skóla til þess að máta. Annars eru stærðinar svipaðar og H&M stærðir. Því miður verður bara hægt að máta hettupeysurnar og það sem að hangir uppí skóla þar sem að við höfum ekki pláss til þess að geyma mátunarföt. Endilega hafið samband við kennara ef að þið viljið máta hettupeysurnar uppí Listdansskólanum.

Það er margt nýtt og spennandi sem að er búið að bætast við í safnið!!Við erum búnar að panta sýnishorn og fáum þau vonandi fljótlega. Annars eru myndir af öllu nýju á síðunni!

 

Kkv.Listdansskólinn