Fullorðinsnámskeið

-42 -17 -49


Akróbat fyrir fullorðna

Aldur:  20 ára +
Æfir: 1 klst á viku
Lengd námskeiðs: 10 vikur
Tími: Miðvikudagar kl. 18:15 – 18:15
Dagsetning:
18.janúar – 22.mars 2017
Verð: 14.900 kr

Helstu markmið kennslunnar eru:

 • að nemendur kynnist grunntækni og hugtökum akróbats.
 • að nemendur þjálfi styrk, liðleika, jafnvægi og samhæfingu
 • að nemendur læri að framkvæma akróbat pósur og rútínur tvö eða fleiri saman á öruggan máta
 • að skemmta okkur saman og njóta þess að vinna með styrkleika okkar.

Kennari er Húlladúllan Unnur María.

 

Skvísur

Aldur:  20 ára +
Æfir: 1 klst á viku
Lengd námskeiðs: 10 vikur
Tími:  Þriðjudagar kl. 18:15 – 19:15
Dagsetning: 17.janúar – 21. mars 2017
Verð: kr. 14.900

Helstu markmið kennslunnar eru:

 • að nemendur kynnist mismunandi dansformum
 • að nemendur þjálfi styrk, liðleika og samhæfingu
 • að nemendur njóti þess að dansa við mismunandi tónlist
 • að gleði og samvinna ríki í kennslunni
 • að tímarnir séu skemmtilegir og hressir fyrir byrjendur og lengra komna

Kennarar eru Eva Rós og Dýrley sem lofa brjáluðu stuði!

 

Húlla fyrir fullorðna

Aldur:  20 ára +
Æfir: 1 klst á viku
Lengd námskeiðs: 10 vikur
Tími: Mánudagar kl.18:15 – 19:15
Dagsetning: 16
.janúar – 20.mars
Verð: kr. 14.900

Helstu markmið kennslunnar eru:

 • að læra grunnatriði húllatækninnar
 • að skemmta sér og virkja eigin sköpunargleði
 • að auka þol, jafnvægi, liðleika
 • Að brenna og styrkja magavöðva, bak, axlir og upphandleggi

Kennari er Húlladúllan Unnur María

Jóga fyrir golfara

Golf er mjög krefjandi íþrótt, bæði líkamlega og andlega. Golfsveiflan leggur gríðarlegt álag á bakið. U.þ.b. 53% karla og 45% kvenna sem spila golf glíma við bakverki. Algengustu meiðsli golfarar eru í baki, öxlum og úlnliðum.

Það er því mjög mikilvægt fyrir alla golfara að hafa æfingar sem auka líkamlegan styrk, sveigjaleika, jafnvægi og einbeitingu inni í þjálfunarprógramminu sínu.
YFG eða jóga fyrir golfara tekur mið að þörfum golfarans m.t.t golfsveiflunnar, álags og annarra þátta sem kylfingurinn þarf að glíma við á golfvellinum.
Ávinningur við að bæta jóga fyrir golfara í æfingaprógrammið
Lengri högg
Bætt sveifla, jafnari taktur og tempo
Aukið úthald
Betri einbeiting
Meira jafnvægi
Lægri forgjöf
Meira sjálfstraust á golfvellinum
Minni líkur á meiðslum
Ánægðari kylfingar

Tími: Þriðjudagar og fimmtudagar kl.17:15 – 18:15

Námskeið  6 vikur 2x í viku
12 skipti,

Námskeið 4 vikur 2x í viku
8 skipti,

Stakur tími
Einkatími

Vinsamlegast hafið samband við Sólrúnu í gegnum solrun@poweryoga.is