Miðasala

04-12-18

Sæl og blessuð,

miðasala fyrir jólasýninguna þann 9. desemeber fyrir 8 ára og eldri hópana í Gaflaraleikhúsinu mun fara fram í Listdansskólanum núna á miðvikudag kl.14.30 – 18.15 og á fimmtudag kl.16.15 – 18.00.

Þar sem að það er takmarkaður sætafjöldi eru áætlaðir 3 miðar per nemanda. Miðarnir kosta 2000 kr. Sama verð er fyrir fullorðna og börn. Börn undir 5 ára mega sitja í fanginu hjá foreldrum.

Allir aukamiðar verða svo seldir 30 min fyrir sýningar þann 9.desemeber í Gaflaraleikhúsinu. Við munum tilkynna ef að það verða aukamiðar.

Við verðum ekki með posa þannig að það verður bara hægt að borga með pening eða millifæra.

Það verða sendir út sér póstar vegna búninga og mætingu vegna jólasýningu.

Framhald ballett, framhald djass, 4.fl.ballett, 5.fl.djass og 7.fl.djass sýna á tveimur sýningu. Það er takmarkarður fjöldi sæta og viljum við þess vegna biðja hópana að kaupa miða á sérstaka sýningu nema ef að einhverjir í hópnum eiga systkini sem eru á hinni sýningunni. Þetta er gert til þess að tryggja að allir foreldrar geti séð börnin sín dansa.

Framhald ballett kaupir miða á sýningu 1

7.fl.djass kaupir miða á sýningu 3

5.fl.djass kaupir miða á sýningu 3

Framhald djass kaupir miða á sýningu 1

4.fl.ballett kaupir miða á sýningu 1

Bkv. Listdansskólinn