Móðir og barn

-13-3

 

 

Vagnafimi

Vagnafimi verður kennt sem hluti af Stimulastik námskeiðinu.
Sjá neðar.

Vagnafimi: Í vagnafimi er gengið með vagnana og gerðar léttar æfingar sem styrkja stóru vöðvana og grindarbotninn. Það er hressandi að ganga úti saman í góðum félagsskap. Vagnafimi er ætluð konum sem vilja fara varlega af stað í líkamsrækt og koma sér í form. 

Kennt verður í húsnæði Listdansskóla Hafnarfjarðar að Bæjarhrauni 2, 3ju hæð. ef veður er slæmt
ATH. að forráðamaður er skráður á námskeiðið ekki barnið.

Skráðu þig núna

-9-2

Barnaglans

Nú er að hefjast nýtt námskeið, Barnaglans, hjá okkur í Listdansskóla Hafnarfjarðar, sem er sérstaklega ætlað börnum frá 1 til 2 1/2 árs aldurs.

Barnaglans er fyrir börn á aldrinum 12 – 24 mánaða

Á þessum aldri eru börn farin að hreyfa sig töluvert, sum eru óhræddari en önnur. Í þessu námskeiði förum við yfir æfingar sem hafa áhrif á snertiskyn, stöðuskyn og jafnvægi. Við förum í leiki, dönsum og gerum ýmsar skemmtilegar hreyfingar í gegnum söng og tónlist sem hjálpa barninu við að ná góðu jafnvægi, stöðu- og snertiskyni.

Markmiðið er að barnið verði öruggt og geti tekið þá í áframhaldandi námskeiðum t.d. dansi, fimleikum eða íþróttaskólanum.

Barnaglans eykur gleði barnsins til hreyfingar og líkamlegar færni og foreldranir geta á sama tíma haft áhrif og fylgst með þroska barnsins.

Kennari er Hafdís Sigríður Sverrisdóttir, iðjuþjálfi og vinnuvistfræðingur. Hún hefur sérhæft sig í hreyfiþroska barna. Einnig er hún menntuð TeBa Therapeut, en sú þekking gengur út á tengslamyndun ungabarns og móður. Nánari upplýsingar má sjá á www.mommusetur.is .

Kennt verður í húsnæði Listdansskóla Hafnarfjarðar að Bæjarhrauni 2, 3ju hæð.

Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 12 – 24 mánaða og næsta námskeið hefst 29. september og er til og með 24. nóvember. Ekki er kennt þann 13.október. Kennt er á föstudögum kl. 17.00 – 18:00.  Þetta eru 8 skipti og námskeiðið kostar kr 17.500. ATH. að forráðamaður er skráður á námskeiðið ekki barnið.

Skráðu þig núna

 

-3-2

Stimulastik

Það er hefjast nýtt námskeið hjá okkur í Listdansskóla Hafnarfjarðar í Stimulastik.
Námskeiðið er frá 11. september og er til og með 30. október og kostar kr. 22.500
Ekki er kennt 11.október og 16.október.
Hver tími er um það bil klukkustund. Hægt er að vera einu sinni í viku og þá kostar námskeiðið 14.500 kr.

Mánudagar kl. 11:30 – 12:30 Stimulastik 
Miðvikudagar kl. 11:30 – 12:30 Vagnafimi/ Ungbarnanudd (uppl.um Vagnafimi fyrir ofan undir Vagnafimi)

Stimulastik er fyrir ungabörn frá 2 – 12 mánaða aldri.

 Í hverjum tíma er unnið með jafnvægi, snerti og stöðuskyn. Farið er í skemmtilega leiki og gerðar æfingar í gegnum ýmist söng eða tónlist. Einnig læra foreldrar æfingar/leiki sem hægt er að gera heima.

 Stimulastik er hannað sérstaklega út frá hugmyndafræði iðjuþjálfa. Hafdís kemur með fræðslu og tillögur að leikjum -æfingum fyrir börn sem t.d. hafa ekki farið í gegnum þroskastigið einhverra hluta vegna. Stimulastik er því ekki bara ungbarnaleikfimi, heldur er hugsað til að aðstoða foreldra til að ýta undir þroskann í gegnum skemmtilegan leik.  Í þessum tímum er hægt að fá svör og tillögur við spurningum t.d. varðandi hreyfingu, óstjórnlegan grát og fleira.

Stimulastik eykur gleði barnsins til hreyfingar og líkamlegar færni og hefur jákvæð áhrif á skyn og hreyfiþroska barna. Foreldranir geta á sama tíma haft áhrif og fylgst með þroska barnsins.

Kennari er Hafdís Sigríður Sverrisdóttir, iðjuþjálfi og vinnuvistfræðingur. Hún hefur sérhæft sig í hreyfiþroska barna. Einnig er hún menntuð TeBa Therapeut, en sú þekking gengur út á tengslamyndun ungabarns og móður. Nánari upplýsingar má sjá á www.mommusetur.is .

Þetta er frábært námskeið sem að börn og foreldrar hafa gaman af! :)

Kennt verður í húsnæði Listdansskóla Hafnarfjarðar að Bæjarhrauni 2, 3ju hæð.

ATH. að forráðamaður er skráður á námskeiðið ekki barnið.

Skráðu þig núna

-30-2

Meðgöngujóga

Nú er að hefjast hjá okkur nýtt 6 vikna námskeið í meðgöngujóga.  Farið verður í öndunaræfingar, sem munu reynast móðurinni vel á meðgöngunni og einnig í fæðingunni sjálfri.
Nærandi jógastöður þar sem áhersla er lögð á grind, mjóbak, mjaðmir og hrygg.  Styrkjandi og uppbyggjandi jógastöður sem hjálpa líkamanum í gegnum þessa miklu breytingu.  Djúp slökun, sem mun endurnæra og losa um spennu í líkamanum og veita aukna líkamlega og andlega orku.

Ekki kennt eins og er.

 

Skráðu þig núna

-5-2

Meðgöngu- og barnseignarfræðsla

ATH EKKI Í BOÐI NÚNA 

Tilgangur námskeiðsins er að gera barnshafandi konum í eðlilegri meðgöngu kleift að taka virkari þátt í athöfnum daglegs lífs með því að fræða þær um líkamlegt og andlegt álag sem getur orðið á meðgöngunni. Fræðslan er til að draga úr því álagi.
Farið er yfir helstu þætti stoðkerfis, rétta líkamsbeitingu, aðlögun á umhverfi og jafnvægi í daglegu lífi.

Námskeiðið skiptist í fjóra hluta, samtals 12 tíma í 90 – 120 mínútur í senn.
Þar er m.a. færnikönnun, fræðsla um stoðkerfið, líkamsbeiting við daglegar athafnir og verklegar æfingar, tíma – og streitustjórnun. Á námskeiðinu kynnir Klara Dögg jóga kennari meðgöngujóga, öndunaræfingar, paranudd og jógastöður sem hjálpa í fæðingu. Eftir að barnið er fætt er kynning á Stimulastik.

1. tími – ca. 4 mánaða meðganga – Fyrirlestur, verklegur tími og kynning á meðgöngujóga
2. tími – ca..6 mánaða meðganga – Fyrirlestur, verklegur tími og öndunaræfingar
3 .tími – ca. 8 mánaða meðganga – Fyrirlestur, verklegur tími, paratími, paranudd og jógastöður fyrir fæðingu
4 .tími – eftir að barnið er fætt – Fyrilestur og kynnig á Stimulastik

Kennari er Hafdís Sigríður Sverrisdóttir, iðjuþjálfi og vinnuvistfræðingur. Hún hefur sérhæft sig í hreyfiþroska barna. Einnig er hún menntuð TeBa Therapeut, en sú þekking gengur út á tengslamyndun ungabarns og móður. Nánari upplýsingar má sjá á www.mommusetur.is

Námskeiðið kostar: kr. 14.400

Kennt verður í húsnæði Listdansskóla Hafnarfjarðar að Bæjarhrauni 2, 3ju hæð.

Skráning fer í gegnum listdansskoli@simnet.is.
Skráðu þig núna