Listdansskóli
Hafnarfjarðar

Vorsýning Listdansskóla Hafnarfjarðar 1. maí 2024

Um skólann

Starfsemi Listdansskóla Hafnarfjarðar hófst í janúar 1994 en þá stunduðu 12 nemendur nám við skólann. Árið 2021 voru nemendur 350 talsins.

Listdansskóli Hafnarfjarðar heldur upp á vorsýningu í Borgarleikhúsinu þann 1.maí árlega. Auk þess sýna nemendur á jólasýningu skólans sem er haldin annað hvort í Gaflaraleikhúsinu eða sölum skólans.

Nemendur 13 ára og eldri hafa kost á því að fara í dansferð með skólanum til London annað hvert ár. Þar verja þau 4-6 dögum með kennurum skólans og fara í danstíma, dansworkshop og á söngleik. 

Skólinn hefur einnig tekið þátt í danskeppnum erlendis, en árið 2015 sigraði hópur af nemendum frá okkur á dansmóti á Spáni! 

Námskeiðin okkar

Listdansskóli Hafnarfjarðar býður upp á fjölbreytt dansnám fyrir 2 ára og eldri.

 

  • Forskólinn Glitrandi stjörnur fyrir 2-5 ára
  • Ballett fyrir 6 ára og eldri
  • Djassdans fyrir 6 ára og eldri
  • Loftfimleikar fyrir 7 ára og eldri
  • Valtímar fyrir 8 ára og eldri
  • Salsa fyrir fullorðna
  • Loftfimleika fyrir fullorðna

Vefverslun

Listdansskolishop er vefverslun Listdansskóla Hafnarfjarðar þar sem hægt er að finna fjölbreyttan fatnað merktan skólanum.

Skólastjórnin

“ Dansinn gerir allt betra! Markmið okkar er að bjóða upp á metnaðarfullt og jákvætt dansnám á grunn- og framhaldsstigi. „

– Eva Rós Guðmundsdóttir

Skóladagatal Listdansskóla Hafnarfjarðar

Næstu viðburðir

13.

janúar

Kennsla hefst fyrir 2-7 ára

22. – 25.

febrúar

Vetrarfrí

24. 

mars

Páskafrí til og með 1. apríl

25.

apríl

Sumardagurinn fyrsti

1. 

maí

Vorsýning

2.

maí

Frí eftir sýning – engin kennsla

i

Fréttir

Nýjustu fréttir og tilkynningar

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

Hafa samband

Staðsetning: Helluhrauni 16 – 18, 220 Hafnarfjörður

Sími á skrifstofu: 894 0577

Email: listdansskoli@listdansskoli.is

Opnunartími skrifstofu: Mánudaga – fimmtudaga frá kl. 13.00 – 16.00.

Vinsamlega athugið að það skrifstofan er í jólafríi frá 18. desember til og með 2. janúar. Best að senda allar fyrirspurnir á tölvupósti.