Önnur dansnámskeið

-50 -27 -49

Markmið

Í skólanum er lögð áhersla á dansgleði, sköpun og góða líkamsþjálfun. Allir kennarar eru menntaðir í dansi og með mikla reynslu. Skólinn þjálfar kennara og aðstoðarkennara.

Helstu markmið okkar eru:

 • að nemendur þroskist félagslega í gegnum hópavinnu.
 • að nemendur þjálfist í samhæfingu hreyfinga og tónlistar.
 • að nemendur öðlist líkamsstyrk og liðleika.
 • að nemendur læri að tileinka sér góða líkamsvitund.
 • að nemendur upplifi fjölbreytta tónlist víðsvegar að í heiminum. Þeir skynji púls og hrynjanda tónlistar og að þeir geti nýtt sér hana við túlkun hreyfinga.
 • að nemendur geti skapað eigin hreyfingar með og án fyrirmæla og að tilfinningar og löngun þeirra fái notið sín.
 • að nemendur hvílist og teygi vöðva í lok hverrar kennslustundar við róandi tónlist.
 • að nemendur frá 9 ára aldri taki þátt í sameiginlegri jólasýningu, sem haldin er í Gaflaraleikhúsinu. Jólasýning yngri nemenda er haldin í æfingasal og nemendur frá 5 ára aldri taka þátt í vorsýningu skólans sem haldin er 1. maí ár hvert í Borgarleikhúsinu.

Sýningarhópur

Aldur: 12 ára +
Æfir: 1.5 klst á viku
Lengd námskeiðs:  5 vikur
Tími: Föstudagar kl.16.45 – 18.15
Dagsetning: 16.11.2018
Verð: 12,000 kr.

Helstu markið sýningarhópsins eru:

 • að nemendur taki þátt í sköpunarferli
 • að nemendur læri að taka ábyrgð á eigin mætingu
 • að nemendur kynnist leiklist tengd dansi
 • að nemendur læri akróbat

Nemendur skuldabinda sig að sýna á Unglist í nóvember(eldri nemendur), upptöku myndbands fyrir skólann og jólasýningu skólans.

Söngleikjadans

Aldur:  9 ára +
Æfir: 1 klst á viku
Lengd námskeiðs: 14 vikur
Tími: Miðvikudagar kl.17.40 – 18.40
Dagsetning: 
12.september
Verð: 22,750 kr

Helstu markið í kennslunni eru:

 • að nemendur kynnist heimi söngleikja
 • að nemendur þjálfist í tjáningu
 • að nemendur kynnist leiklist tengd dansi

Í sköpuninni er ávallt stuðst við eða tengt við sögu sem á að skemmta áhorfendum.

Olden Goldies

Aldur:  18 ára +
Æfir: 2 klst á viku
Lengd námskeiðs: 14 vikur
Tími: 
Dagsetning:

Verð: 38,000 kr

Námskeiðið er ætlað gömlum nemendum eða fólki með dansbakgrunn sem vill halda sér í formi með skemmtilegum æfingum!

Tækni, teygjur og styrkur- TTS

Aldur:  18 ára +
Æfir: 1 klst á viku
Lengd námskeiðs: 10 vikur
Tími: 
Dagsetning:

Verð: 15,000 kr

Námskeiðið er ætlað nemendum skólans 8 ára og eldri og verður skipt í yngri (8-11 ára) og eldri (12 ára +). Góðar aukaæfingar til að bæta styrk, þol og liðleika.

Hip Hop

Aldur:  8 ára +
Æfir: 1 klst á viku
Lengd námskeiðs:
Tími: 
Dagsetning: Ekki kennt á þessari önn

Verð:

Helstu markmið í kennslunni eru:

 • að nemendur lifi sig inn í tónlistina og fylgi vel hrynjanda hennar
 • að nemendur fái að skapa sinn eigin stíl
 • að nemendur þjálfist í hipp hopp tækninni – vel beygð hné, líkaminn nokkuð laus og eftirgefanlegur
 • að nemendur læri snarpar hreyfingar og geti auðveldlega hreyft sig á milli plana (frá því að standa og hreyfa sig mjög nálægt gólfi)