Um skólann

 

Um Listdansskóla Hafnarfjarðar

Starfsemi Listdansskóla Hafnarfjarðar hófst í janúar 1994, þá stunduðu 12 nemendur nám við skólann. Árið 2015 voru nemendur 420 talsins og stunduðu þeir nám í barnadönsum, barnaballett, barnadjassdansi, klassískum ballett, djassdansi, hipp hoppi, showdansi, silki, nútímadansi og dönsum fyrir 20 ára og eldri.
Skólinn er einkarekinn og fer kennslan fram í Helluhrauni 16-18. Eigandi og skólastjóri er Eva Rós Guðmundsdóttir.

 

Skrifstofutímar

 

Skrifstofan er ekki opin eins og er.

Vinsamlegast ATH, Ekki svarað í síma skólans eftir kl:21:00 virka daga og frá kl:13:00 laugardaga til kl:15:00 mánudaga.  Ekki er alltaf hægt að svara í símann og við reynum okkar besta að hringja til baka. Það er alltaf hægt að senda tölvupóst.

Hægt er að panta tíma með því að hringja í 894 05 77 eða með því að senda okkur tölvupóst á listdansskoli @ listdansskoli.is

Upplýsingar um greiðslu skólagjalda

Ganga skal frá skólagjöldum fyrir fyrsta danstíma.  Hægt er að greiða með kreditkorti, peningum eða leggja inn á reikning skólans nr. 140-26-3771 kt. 620307-1490.  Ef lagt er inn á reikninginn, þá þarf að senda þarf kvittun með skýringu fyrir hvern er verið að greiða (kennitölu nemanda) á netfangið listdansskoli@listdansskoli.is.

Prufutimi kostar kr. 1.000 og gengur það upp í námskeiðsgjald ef barnið heldur áfram.  Mikilvægt er að barnið sé skráð eins fljótt og hægt er eftir að prufutíma líkur, ef það ætlar að stunda nám við skólann.

Athugið! Skólagjöld eru ekki endurgreidd eftir aðra viku frá annarbyrjun. Greiða þarf fyrir þá tíma sem að nemandi mætti í og það þarf að tilkynna strax ef að nemandi hættir. Endugreiðslur geta tekið tíma að berast. Ef að það var greitt með greiðsluseðli og það þarf að fella niður greiðsluseðil er gjaldið fyrir það 1000 kr. sem þarf að leggja inná reikning skólans og senda kvittun.

 

 

Upplýsingar um afslætti og niðurgreiðslu skólagjalda

Athugið!
Afslættir eru alltaf veittir af fullu verði námskeiða.

 • 10% afsláttur af fullu verði ódýrari námskeiðs ef barn er á 2 námskeiðum í einu.
 • Ef barn er á 3 námskeiðum í einu, þá er veittur 20% afsláttur af fullu verði þriðja námskeiðsins(ódýrasta).
 • Systkynaafsláttur er veittur af fullu verði námskeiða sem hér segir:
  • 2 -3 börn – 10% afsláttur
  • 4 börn eða fleiri – 15% afsláttur

Ef að barn býr í öðru sveitarfélagi en Hafnarfirði, þá þarf að kanna hvernig niðurgreiðslum er háttað hjá því sveitarfélagi.

Athugið! Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu ef börn eru skráð á fleiri en eitt námskeið. Það sama á við ef að 2 eða fleiri systkyni eru skráð á námskeið við skólann.

 

 

Skólareglur

 • Nemendur mæti ávallt í dansfötum.
 • Nemendur mæti með hárið greitt frá andlitinu.
 • Bannað að mæta með skartgripi.
 • Áhorf er bannað í tímum, nema á auglýstum áhorfstímum.
 • Nemendur mæti ávallt á réttum tíma.
 • Bannað að vera með tyggigúmmí eða annað sælgæti.
 • Tilkynna þarf fjarveru / veikindi áður en kennslustund hefst.
 • Nemendur eldri en 9 ára mæti hvorki í pilsum né legghlífum.
 • Nemendur taki sjálfir ábyrgð á eigin verðmætum.  Best er að geyma verðmæti í æfingasalnum
 • Góða skapið er skylda.

 

 

Hér erum við

Helluhraun 16 – 18, 2. hæð í Hafnarfirði.

Strætó:

Hægt er að taka strætó 21 að Álfaskeiði og ganga svo yfir götuna að Krónunni. Við erum í sama húsnæði og Bónus.