Viðburðir

Sýningar

 Vorsýning skólans er haldin 1. maí ár hvert í Borgarleikhúsinu. Rennsli er samdægurs í Borgarleikhúsinu. 5 ára og eldri taka þátt.

Jólasýning skólans er haldin í desember. 9 ára og eldri taka þátt. Jólasýningin verður haldin 14.desember 2016 í Austurbæ

Dansferðir

Dansferð til Steps á Akureyri: Áætluð er heimsókn til Steps á vorönn.  Allir sem eru fæddir 2004 eða eldri geta skráð sig með tölvupósti á netfangið listdansskoli@simnet.is.

Heimsókn frá Steps á Akureyri:  Nemendur frá Steps komu í heimsókn til okkar helgina 23.-25. september 2016.  Nemendur lærðu ýmsa dansstíla hjá kennurum Listdansskóla Hafnarfjarðar.

Dansferð til London – Næsta ferð verður farin 2018. Nemendur fæddir árið 2003 og fyrr mega fara í ferðina.


Dansbikarinn 

Dansbikarinn er árlegur viðburður.
Dansbikarinn verður haldin í Gaflaraleikhúsinu í 20.nóvember 2016.

Keppendur eiga að skrá sig í síðasta lagi þann 16.nóvember og skila inn tónlist í síðasta lagi þann 17 nóvember  Það er hægt að koma með tónlistina á disk, minniskubb eða senda á netfangið listdansskoli@simnet.is
Keppendur mæta þann 20 nóvember kl. 15:30 – 16:30 til að æfa dansinn á sviðinu.
og keppnin hefst kl.16.30. Miðaverð er 600 kr.
Við hlökkum til að sjá sem flesta keppendur og áhorfendur.

Reglur um þátttöku:

 • Þátttakendur eru 9 ára og eldri.
 • Keppt verður í tvemur aldurshópum; 9-11 ára og 12 ára og eldri.
 • Einstaklings og hópatriði
 • Frumsamdir dansar eru skilyrði. Nemendur semja sjálfir eigin dansa.
 • Keppnisdansar ekki styttri en 1 mín. og ekki lengri en 2 og 1/2 mín.
 • Keppendur ekki færri en þrír og ekki fleiri en sex í hverjum hóp.
 • Skipuð er kennaradómnefnd. Þetta ár verður einnig gestadómari.
 • Keppendur fá ekki að kjósa.
 • Foreldrar mega horfa á, en ekki kjósa.
 • Leyfilegt er að sýna dans frá öðrum höfundum sem ekki taka þátt í keppninni.
 • Veittur er bikar og medallíur fyrir besta dansinn, en veitt viðurkenningarskjal fyrir flottasta búninginn, frumlegasta dansinn og sérstök dómara verðlaun verða afhent.
 • Barn/ungmenni sem ekki er nemandi við skólann má taka þátt keppninni en greiðir 500 kr. þátttökugjald.