Glitrandi stjörnur 4 ára

33.000kr

Hefst 9. eða 12. janúar
Nemendur fæddir 2016

1 x í viku, 16 vikur (40 mín í senn)

Hópar: 4 ára ljósálfar á þriðjudögum og 4 ára blómálfar á laugardögum

Glitrandir stjörnur

5 ára

33.000kr

Hefst 9. eða 12. Janúar
Nemendur fæddir 2015

1 x í viku, 16 vikur (45 mín í senn)

Hópar: 5 ára fiðrildi á þriðjudögum og 5 ára kisur á laugardögum.

UM forskólann 

glitrandi stjörnur

Forskóli Listdansskóla Hafnarfjarðar, Glitrandi Stjörnur, veitir nemendum sínum frábæran undirbúning fyrir áframhaldandi dansnám. Okkar markmið er að nemendur þroskist félagslega í gegnum hópavinnu, læri að tileinka sér góða líkamsvitund og upplifi fjölbreytta tónlist víðsvegar að úr heiminum.

 

Börnin kynnast dansinum í gegnum sköpun og leik. Aðaláherslan er á dansgleði og að styrkja líkamslæsi, samhæfingu líkamshluta, hreyfigreind, félagsfærni og sjálfstraust.  

Allir kennarar eru menntaðir í dansi og eru með mikla reynslu. 

 

Glitrandi stjörnur 2 - 5 ára.

Nemendur læra: 

  • grunnspor í klassískum ballett og djassdansi

  • að skynja púls og hrynjanda tónlistar

  • að nýta tónlist við túlkun hreyfinga

  • á eigin líkama, hreyfigetu og næmi, ásamt því að efla tónhlustun og taktnæmni.

  • að skapa eigin hreyfingar með og án fyrirmæla og tilfinningar og löngun þeirra fái að njóta sín.

  • að vinna með öðrum í gegnum hópdansa

Lögð er áhersla á fjölbreytileika í kennslu og munu nemendur meðal annars:

  • læra dansa við Disney lög (Frozen, Lion King, Moana o.fl.)

  • nýta leikmuni í dansinum 

  • fá tækifæri til að skapa sjálf

  • taka þátt í teygjum og slökun í lok hvers tíma.

Önnin endar á glæsilegri sýningu og fá allir nemendur viðurkenningarskjal og dansbók.

Námskeiðsframboð

Logo GS 1.png

Upplýsingar um greiðslu skólagjalda

Ganga skal frá skólagjöldum fyrir fyrsta danstíma.  Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðlum og fer öll skráning og greiðsla fram í gegnum skráningarvef skólans hér https://www.sportabler.com/shop/listdansskolihfj

Greiðsla æfingagjalda er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Þjálfarar skrá mætingar á hverja æfingu. Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að taka þátt í lokasýningum skólans.

Mikilvægt er að hafa samband við Listdansskóla Hafnarfjarðar á listsansskoli@listdansskoli.is ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.

Reglur varðandi endurgreiðslu æfingargjald

Innritun á námskeið jafngildir samningi um greiðslu á skólagjöldum. Athugið að innritun er bindandi.

Ef hætta þarf við skráningu áður en kennsla hefst fæst 100% endurgreiðsla. 50% endurgreiðsla er í boði fyrstu vikuna eftir að kennsla hefst. Eftir aðra viku eru skólagjöld ekki endurgreidd. 

Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfangið listdansskoli@listdansskoli.is

Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn; tilkynning til þjálfara iðkandans er ekki tekin gild.

Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar.

Afslættir og niðurgreiðsla skólagjalda

Niðurgreiðsla er í boði frá öllum helstu bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Listdansskóli Hafnarfjarðar er með samning við Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes, Kópavog og Hafnarfjörð um aðild að frístundarstyrk.

Einnig er í boði systkinaafsláttur fyrir systkini sem æfa við skólann og fjölgreinaafsláttur