Námskeiðsframboð
dansgrunnur
55.500kr
Hefst 26. ágúst
Nemendur fæddir 2007-2003
2x í viku, 16 vikur
Vinsamlega athugið að í boði verða eftirfarandi prufutímar fyrstu vikuna .
- 26. ágúst kl. 19.00 - 20.00
- 28. ágúst. kl. 18.40 - 19.40
Prufutímarnir eru ókeypis en þar sem við höfum takmarkað pláss þá er mikilvægt að skrá sig hér:
UM Námskeiðið
DansGrunnur er nýtt byrjendanámskeið hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Námskeiðið er fyrir nemendur fædda 2003 - 2007 sem langar að kynnast fjölbreyttum dansstílum og tækni.
Á námskeiðinu fá nemendur þjálfun í djass- og nútímadanstækni, kynnast mismunandi dansstílum eins og klassískum ballett, street djass, musical djass o.fl, fá styrktar og liðleikaþjálfun og læra tónskynjun og túlkun hreyfinga við tónlist.
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn inn í fjölbreytta dansstíla ásamt því að þeir öðlist gott vald á réttri líkamsbeitingu og stöðu, fái tilfinningu fyrir samhæfingu líkamshluta í hreyfingu, öðlist líkamsstyrk og liðleika, fái þjálfun í að samhæfa tónlist og hreyfingu og getu til að dansa í hóp.
Upplýsingar um greiðslu skólagjalda
Ganga skal frá skólagjöldum fyrir fyrsta danstíma. Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðlum og fer öll skráning og greiðsla fram í gegnum skráningarvef skólans hér https://listdansskoli.felog.is/
Greiðsla æfingagjalda er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Þjálfarar skrá mætingar á hverja æfingu. Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að taka þátt í lokasýningum skólans.
Mikilvægt er að hafa samband við Listdansskóla Hafnarfjarðar á ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.
Reglur varðandi endurgreiðslu æfingargjald
Innritun á námskeið jafngildir samningi um greiðslu á skólagjöldum. Athugið að innritun er bindandi.
Ef hætta þarf við skráningu áður en kennsla hefst fæst 100% endurgreiðsla. 50% endurgreiðsla er í boði fyrstu vikuna eftir að kennsla hefst. Eftir aðra viku eru skólagjöld ekki endurgreidd.
Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfangið
Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn; tilkynning til þjálfara iðkandans er ekki tekin gild.
Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar.
Afslættir og niðurgreiðsla skólagjalda
Niðurgreiðsla er í boði frá öllum helstu bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Listdansskóli Hafnarfjarðar er með samning við Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes, Kópavog og Hafnarfjörð um aðild að frístundarstyrk.
Einnig er í boði systkinaafsláttur fyrir systkini sem æfa við skólann og fjölgreinaafsláttur