FRéttir og tilkynningar

5. apríl 2021

Allar æfingar falla niður til og með 15. apríl

Samkvæmt gildandi takmörkun á samkomum þá er okkur óheimilt að hefja æfingar aftur fyrr en þann 16. apríl.

 

Þetta eru um tvær vikur sem falla niður og munum við bæta þær upp með því að lengja önnina.

 

Við þökkum kærlega skilningin og hlökkum mikið til að hitta nemendur okkar aftur.

20. febrúrar 2021

Vetrarfrí

Vetrarfrí Listdansskóla Hafnarfjarðar verður frá og með 20. febrúar til og með 24. febrúar. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 25. febrúar.

12. nóvember 2020

Skrifstofan lokuð í dag þann 12.nóvember

12. október 2020

Æfingar falla niður til og með 18. október

Eins og fram kom fyrir helgi samþykkti ÍSÍ tillögur um að allt íþróttastarf verði lagt niður til og með 18. október. Listdansskóli Hafnarfjarðar mun því ekki hefja kennslu fyrr en 19. október.

Við hvetjum alla til að æfa sig heima líkt og í vor.

Förum öll að fyrirmælum og hjálpumst að við að ná faraldrinum niður.

Danskveðja,

Listdansskóli Hafnarfjarðar

5. október 2020

Nýjar sóttvarnareglur

Í ljósi aðstæðna í dag vegna COVID-19 hafa verið gerðar eftirfarandi breytingar á starfsemi Listdansskóla Hafnarfjarðar.

Foreldrar

 • Þar sem erfitt getur verið tryggja fjarlægðarreglur innan skólans biðjum við alla foreldra um að koma ekki inn í skólann.

 • Ef nauðsyn þykir að koma inn þá biðjum við ykkur að mæta með grímu.

 • Starfsmenn og kennarar yngstu hópana 4-6 ára taka á móti nemendum fyrir utan skólann 10 mín fyrir tímann og bíða með þeim eftir tímann þar til þau eru sótt.

Nemendur

 • Nemendur þurfa að þvo sér og spritta fyrir hvern tíma.

 • Við biðjum þá nemendur sem geta að mæta tilbúin í æfingafatnaði

 • Allir nemendur eiga að koma með eigin vatnsbrúsa.

 • 8. og 9. flokkur eiga að mæta með grímu

Við biðjum alla með flensueinkenni um að halda sig heima.

Að lokum hafa verið gerðar nokkrar breytingar á stundaskrá til að flæðið í gegnum skólann verði betra og lágmarka hitting á milli hópa. Sjá nýju stundatöfluna inn á https://www.listdansskoli.is/

Við trúum því að ef við stöndum saman, vöndum okkur og fylgjum þeim tilmælum sem gefin eru út, muni þetta ástand ganga hraðar yfir.

24. apríl 2020

Kennsla hefst 4. maí

Kæru foreldrar og forráðamenn

 

Í ljósi nýjustu gleðifrétta þá getum við hafið kennslu aftur þann 4. maí n.k.

Eins og fram kom í síðasta pósti þá höfum við verið að vinna í því að finna leiðir til að bæta upp þá tíma sem tapast hafa á síðustu vikum og munum við því lengja önnina þannig að kennslan verður eftirfarandi:

 

4 - 8 ára æfa til 11. júní 

1 fl. og eldri æfa til 13. júní

 

Sjá nánar skóladagatal hér:https://www.listdansskoli.is/skoladagatal

 

Að auki þá breytist stundatafla aðeins sjá hér: https://918c56c4-49c7-4815-b4dc-21764929ee80.filesusr.com/ugd/3e15f0_e5d693be239a44669c394f8d502cbe3f.pdf

 

Þá munum við einnig byrja í næstu vikur með æfingar á Zoom fyrir eldri hópa (4. - 8. fl. djass og 3 og 5. flokk ballett) - sjá stundatöflu hér: https://www.listdansskoli.is/zoom

 

Kennarar munu senda Zoom linka þegar nær dregur.

 

Eins og við þó vitum þá eru enn fjöldatakmarkanir í samkomum og sjáum við því ekki fram á að geta haldið stóra vorsýningu í Borgarleikhúsinu á þessari önn líkt og áður. Við munum því þurfa að fresta henni um sinn en í staðinn þá eru kennarar núna á fullu að vinna að öðrum hugmyndum að lokasýningu/hófi fyrir nemendur skólans. Nánari upplýsingar verða sendar eins fljótt og við mögulega getum.

 

Þar sem við vitum þó að forsendur geta breyst með stuttum fyrirvara þá höldum við áfram að fylgjast vel með og bregðast hratt við öllum breytingum. 

 

Þá eru nokkur atriði sem þarf að huga að og biðjum við ykkur vinsamlega um að aðstoða okkur við það eins mikið og mögulegt er.

 1. Stundaskrá breytist aðeins þar sem við þurfum tíma til að þrífa sali á milli æfinga - sjá nýja dagskrá hér: https://918c56c4-49c7-4815-b4dc-21764929ee80.filesusr.com/ugd/3e15f0_e5d693be239a44669c394f8d502cbe3f.pdf

 2. Mikilvægt er að allir komi með vatnsbrúsa með sér á æfingar en bannað verður að drekka beint úr vaskinum.

 3. Við vinsamlega biðjum alla foreldra að mæta tímalega ef þau ætla að sækja börnin sín til að lágmarka fjölda nemenda í húsinu hverju sinni.

 4. Þá biðjum alla foreldra einnig að halda áfram að upplýsa börnin sín um mikilvægi handþvotts og að lágmarka snertingu.

 

Við hlökkum gríðarlega mikið til að hitta nemendur okkar aftur.

8. apríl 2020

Samkomubann framlengt til

4. maí

Eins og fram kom s.l. föstudag þá hefur samkomubannið verið framlengt til 4. maí og getum við því miður ekki hafið kennslu þann 14. apríl eins og áætlað var.

 

Þetta eru gríðarlega flóknar og erfiðar aðstæður þar sem forsendur breytast fljótt og reynum við eins og við getum að bregðast hratt við öllum breytingum. 

Eins og staðan er í dag stefnum á að bæta upp þær æfingar sem detta út núna á þessum fordæmalausa tíma bæði með því að lengja önnina og bæta við aukaæfingum en lokaákvörðunin verður tekin samhliða þróun Covid veirunnar á næstu vikum þar sem erfitt er að taka ákvarðanir þegar framhaldið er jafn óljóst og raun ber vitni. 

Við höldum öll í vonina að geta hafið starfsemi okkar aftur sem fyrst.

 

Í millitíðinni höfum við lengt innheimtufrest útistandandi greiðslna í apríl í allt að 30 daga þannig að enginn ætti að fá innheimtuviðvörun á meðan á starfsemi okkar liggur niðri.

 

Þá viljum við vekja athygli á því að á meðan starfsemi okkar liggur niðri hafa allir starfsmenn Listdansskóla Hafnarfjarðar tekið á sig tímabundna skerðingu í starfshlutfalli og biðjum við ykkur að sýna því skilning að það geti tekið lengri tíma að svara fyrirspurnum en við hvetjum ykkur samt til þess að heyra í okkur ef þið hafið fyrirspurnir á listdansskoli@listdansskoli.is

Við trúum því að ef við stöndum saman, vöndum okkur og fylgjum þeim tilmælum sem gefin eru út, muni þetta ástand ganga hraðar yfir.

Við munum þá einnig halda áfram að bjóða upp upp á live tíma á Instagram og FB eftir Páska. Að auki erum við að skoða þann möguleika að halda fjaræfingar á zoom.us fyrir eldri hópana og munum bæta enn frekar við tillögur að æfingum og leikjum fyrir yngri hópa til að gera heima sem verða að finna hér https://drive.google.com/open?id=1FhUqM46qp7b3mlNe_nSekQu10OrBe2ts 

Við þökkum kærlega skilninginn og óskum ykkur gleðilegra páska.

30. mars 2020

Ný æfingarprógrömm og live tímar á FAcebook

Eins og kom fram í síðasta pósti verða því miður engar æfingar í Listdansskóla Hafnarfjarðar fram yfir Páska. Við minnum þó á að hlutirnir eru fljótir að breytast þessa dagana og því enn óljóst hvernig framhaldið verður. Forsendur geta breyst á skömmum tíma og verða því í reglulegri endurskoðun.

Miða við stöðuna í dag þá sjáum við strax að færa þarf vorsýningu skólans og erum við enn á fullu að vinna í því ásamt því að útbúa plan svo hægt verði að vinna upp þá tíma sem tapast hafa þegar kennsla hefst aftur.

Við trúum því að ef við stöndum saman, vöndum okkur og fylgjum þeim tilmælum sem gefin eru út, muni þetta ástand ganga hraðar yfir.

Einnig viljum við minna á að fylgjast með okkur á FB en á næstu dögum stefnum við á að bæta við æfingarprógrömmum, sem finna má einnig hér https://drive.google.com/open?id=1FhUqM46qp7b3mlNe_nSekQu10OrBe2ts, ásamt því að byrja að streyma tímum eftir helgi . 

Áætluð dagskrá:

 

Mánudagur 30. mars

15.00 - 16.00 - Ballett með Mörtu

Erfiðleikastig: Fyrir alla

 

16.15 - 17.15 - Body Condition með Söndru

Erfiðleikastig: Fyrir 11 ára og eldri

 

Þriðjudagur 31. mars

15.00 - 16.00 - Upphitun og Teygjur með Eydísi

Erfiðleikastig: Fyrir 3. flokk og yngri

 

16.15 - 17.15 - Silki þrek og teygjur með Eyrúni

Erfiðleikastig: Fyrir alla

 

Miðvikudagur 1. apríl

15.00 - 16.00 - Dansfjör með Showcase hóp

Erfiðleikastig: Fyrir 7 - 11 ára

 

16.15 - 17.15 - Dansfjör með Showcase hóp

Erfiðleikastig: Fyrir 12 ára og eldri

 

Fimmtudagur 3. apríl

15.00 - 16.00 - Djass með Evu

Erfiðleikastig: Fyrir 8 ára og eldri

 

16.15 - 17.15 - Ballett með Mörtu

Erfiðleikastig: Fyrir 4 - 7 ára

 

Föstudagur 3. apríl

12.00 - 13.00 - Hádegissprikl með Eydísi

Erfiðleikastig: Fyrir 4 flokk og eldri

 

Gaman væri einnig ef þið mynduð tagga okkur eða senda myndir og myndbönd af nemendum okkar gera æfingarnar heima.

20. mars 2020

Kennsla fellur niður fram yfir páska

Eftir frekari skoðun og í ljósi nýjustu frétta þá viljum við gera allt sem við getum til að hefta útbreiðslu Covid-19 veirunnar.

Við höfum því tekið þá ákvörðun að fella niður kennslu fram yfir páska en stefnum á að hefja hana aftur þriðjudaginn 14. apríl. Við trúum því að heilsan okkar sé það mikilvægasta sem við eigum og þó að þessi ákvörðun sé þungbær fyrir dansskólann þá setjum við heilsuna í fyrsta sæti.

Varðandi vorsýninguna sem áætluð var þann 1. maí þá erum við að vinna í því að reyna að seinka henni. Við munum senda ykkur nánari upplýsingar um leið og það er komið á hreint.

Að auki, eins og við nefndum í síðasta pósti, þá höfum við verið að vinna í því að útbúa æfingaplön og myndbönd af atriðunum fyrir vorsýninguna. Hægt er að nálgast nokkur prógrömm og leiki fyrir mismunandi aldurshópa hér https://drive.google.com/open?id=1FhUqM46qp7b3mlNe_nSekQu10OrBe2ts en einnig eru fleiri æfingarprógrömm að finna á FB hópum hvers flokk ásamt því að þar eru/verða myndböndin af sýningardönsunum og linkar/upplýsingar um lögin sett.

Við þökkum kærlega fyrir skilninginn á aðstæðum.

16. mars 2020

Kennsla fellur niður 16 - 22. mars

Samkvæmt tilkynningu frá land­lækn­i, sótt­varna­lækn­i og al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra þar sem þeir telja heppi­legt að íþrótt­astarf íþrótta- og ung­menna­fé­laga fyr­ir leik- og grunn­skóla­börn fari ekki af stað fyrr en mánu­dag­inn 23. mars mun Listdansskóli Hafnarfjarðar fella niður kennslu frá og með 16. mars til og með 22. mars þar með samæfingunni sem áætluð var þann 22. mars.

 

Staðan verður svo endurskoðuð með tilliti til nýrra aðstæðna í lok vikunnar.

 

Við hvetjum þó alla til að halda áfram að hreyfa sig og munum núna á næstu dögum setja inn æfingarplön og myndbönd af atriðunum fyrir vorsýninguna inn á FB hóp hvers flokk svo nemendur geti æft sig heima.

15. mars 2020

Upplýsingagjöf vegna samkomubanns

Mánudaginn 16. mars munu allar æfingar falla niður vegna starfsdags. Dagurinn mun fara í það að skipuleggja framhaldið með forsvarsmönnum þar sem áætlanirnar verða aðlagaðar fyrir hvern flokk. Við munum síðan senda út tilkynningu í framhaldinu með skipulagi fyrir komandi vikur á foreldra og forráðamenn.

13. mars 2020

næstu æfingar 

Í ljósi þess sem fram kom á blaðamannafundi í morgun er Listdansskóli Hafnarfjarðar á fullu að vinna í að plana næstu skref og mun senda út skilaboð til allra þegar fullmótað plan verður komið.

Eins og staðan er núna haldast æfingar samkvæmt æfingarplani í dag og á morgun en við munum láta vita ef einhverjar breytingar verða.

Þá viljum við ítreka tilmæli almannavarnardeildar ríkislögreglustjórans að iðkendur gæti að hreinlæti og ef minnsti grunur um smit eða flensueinkenni er að ræða að halda sig þá heima.

3. mars 2020

Fyrsta samæfing fyrir vorsýningu þann 22. mars  

Fyrsta famæfingin verður haldin upp í Listdansskóla Hafnarfjarðar og eru tímasetningar eftirfarandi fyrir hvern flokk (vinsamlega athugið að nokkrir hópar mæta tvisvar yfir daginn):

 

Seinni sýning, æfing frá kl 10.00 - 12.50

 

5 ára Kisur - Mæta kl. 9.50 - Sækja 11.00

5 og 6 ára Fiðrildi - Æfing frá kl. 9.50 - Sækja 11.00

7 ára Fuglar - Æfing frá kl. 10.25 - Sækja 11.20

 

3 fl ballett - Æfing frá kl. 10.10 - 12.50

5 fl ballett - Æfing frá kl. 10.10 - 12.50  

 

1 fl djass - Æfing frá kl. 11.15 - 12.50

3 fl djass - Æfing frá kl. 11.00 - 12.50

5 fl djass - Æfing frá kl. 11.15 - 12.50

6 fl djass - Æfing frá kl. 11.15 - 12.50

7 fl djass - Æfing frá kl. 10.10 - 12.50

8 fl djass - Æfing frá kl. 9.50 - 12.50 

 

Silki E - Æfing frá kl. 10.00 - 12.50

Fyrri sýning æfing frá kl. 13.15 - 16.00

 

6 ára Bambar - Mæta kl. 13.00 - Sækja 14.00

 

8 ára ballett - Mæta kl. 13.50 - Sækja 14.40

2 fl ballett - Æfing frá kl. 13.20 - 14.15

5 fl ballett - Æfing frá kl. 13.20 - 14.10

 

8 ára djass - Mæta kl. 14.20 - Sækja 15.00

2 fl djass - Æfing frá kl. 14.50 - 15.40

4 fl djass - Æfing frá kl. 14.15 - 15.15

 

5 fl djass - Æfing frá kl. 14.50 - 15.40

6 fl djass - Æfing frá kl. 14.50 - 15.40

Silki F - Æfing frá kl. 13.15 - 14.00

 

Við minnum á mikilvægi þess að allir nemendur mæti!

16. desember 2019

Jólafrí Listdansskóla Hafnarfjarðar  

Við þökkum ykkur kærlega fyrir liðna önn og frábæran sýningardaga 7. og 14. desember s.l. Við erum í skýjunum yfir öllum þeim frábæru nemendum sem stunda nám við skólann. 

 

Þar sem nú styttist í vorönn 2020 langar okkur að tilkynna að stundartaflan verður birt og skráning fyrir vorönn opnast á morgun, þann 17. desember inn á listdansskoli.felog.is.

 

Vorönnin 2020 hefst þann 6. janúar og lýkur þann 16. maí hjá 8 ára og yngri og 22. maí hjá eldri hópum skólans. Vorsýningin verður að venju þann 1. maí 2020 í Borgarleikhúsinu. Við viljum vekja athygli að því að vorönn er tveimur vikum lengri en haustönn.

 

Við biðjum ykkur um að fara vel yfir stundatöflu skólans og hafa tímasetningar á hreinu fyrir komandi önn. Við gerum alltaf okkar besta í að halda stundartöflunni eins en vegna óviðráðanlegra ástæðna þurftum við að breyta nokkrum tímum.

18. nóvember 2019

Jólasýningar 7. og 14. desember  

Miðar á jólasýningar 7. og 14. desember eru komnar í sölu hér: https://listdansskolishop.is/

15. október 2019

Vetrarfrí  

Við minnum á vetrarfrí Listdansskóla Hafnarfjarðar frá og með 19. október til og með 22. október

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundarskrá 23. október

21.september 2019

nýtt námskeið - salsa 

Við hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar höfum bætt við nýju námskeiði sem hefst 30. september nk.

Komdu og lærðu salsa hjá latin dansaranum Jóa á mánudagskvöldum. Jói kom dansandi í heiminn og er í dag á meðal bestu salsa kennara landsins. Hann hefur dansað og kennt salsa í yfir 10 ár ásamt því að hafa stundað salsanám í nokkrum af bestu dansskólum Kúbu. 

​Þú finnur nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu hér https://www.listdansskoli.is/salsa

27.ágúst 2019

Bolir Listdansskóla Hafnarfjarðar komnir í sölu

Við höfum hafið sölu á listdansskóla bolum og verður opið fyrir pantanir til og með 2. september.

Bolirnir kosta 4.000 kr. og koma í stærðum 116 - XXL.

Sendur hefur verið út póstur á alla forráðamenn með nánari upplýsingum en einnig er hægt að panta boli hér https://forms.gle/W4TGmyXQqftg51mF8

22.Júlí 2019

Skráning fyrir haustönn 2019 hefst 1.ágúst

Stundatafla fer í loftið 25.júlí og hefjast skráningar þann 1.ágúst. Önnin hefst hjá 8 ára og eldri þann 26. ágúst en 7 ára og yngri byrja vikuna 2.september.

10.apríl 2019

Happadrætti nemenda fyrir londonferð - vinningar!

Londonfararnir okkar hafa nú dregið úr happdrætti sem þau skipulögðu og er hægt að vinna alla vinninga og vinningsnúmer hér

2.apríl 2019

Á Döfinni

Hér koma mikilvægar dagsetningar fyrir komandi mánuð:

 

7.apríl - rennsli fyrir vorsýningu í Listdansskólanum

9.apríl - sýningahópur skólans sýnir á barnamenningahátíð í hörpunni

15.-22.apríl - páskafrí í skólanum - byrjum aftur þriðjudaginn 23.apríl

25.apríl - sumardagurinn fyrsti, engin kennsla

28.apríl - seinna rennsli fyrir vorsýningu í Listdansskólanum

1.maí - Vorsýning listdansskólans - börnin þurfa að taka allann daginn frá því að það verður sviðsæfing fyrri part dags og svo sýningar seinni partinn.

31.mars 2019

Teymi Listdansskólans keppti í Dance WOrld Cup

Um helgina kepptu 36 nemendur í 8 atriðum fyrir hönd Listdansskóla Hafnarfjarðar í undanriðli Dance World Cup í Borgarleikhúsinu. Okkur gleður mjög að segja frá því að 4 af þeim atriðum hafa fengið þátttökurétt í Dance World Cup í Portúgal í sumar og óskum við þeim nemendum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Nú styttist óðum í vorsýningu skólans sem verður haldin í Borgarleikhúsinu 1.maí næstkomandi. Það verða því framundan mikið af æfingum, rennslum og hamagangi í skólanum.