Fyrirlestrarröð

berglindar

3 skipti á önn fyrir nemendur skólans

Helbrigði - Hreyfing - Líðan - Sjálfsmynd

Við lifum í afar hröðu samfélagi þar sem kröfurnar um að standa sig vel er afar miklar. Krakkar í dag eru oft á tíðum undir miklu álagi og með full hlaðna dagskrá frá morgni til kvölds. Það er því mikilvægt fyrir krakka að kunna að stoppa, staldra við og anda. Vita sín mörk og að hugsa vel um sig. Það er okkar hlutverk sem bæði foreldrar og kennarar að kenna börnum að huga vel að sjálfum sér.

 

Í fyrirlestrinum mun ég koma inná hvað það er að vera heilbrigður. Atriði eins og mataræði, svefn, líkamsímynd, sjálfsmynd og sjálfstraust mun ég leggja áherslu á. Einnig hvernig við hugsum um okkur sem dansara og setjum okkur markmið. Ég mun fara aðeins inná vanlíðan og kvíða en það er mikilvægt að börn þekki tifinningar sínar. Ég mun einnig tala um hvað það er að vera partur af hóp og hópefli. Hvernig við styðjum hvert annað og höfum áhrif á hvort annað.

 

Þetta er mjög yfirgripsmikið efni og mun ég því skipta þessu niður í þrjá fyrirlestra. Efnið í fyrirlestrinum verður unnið upp úr rannsóknum en einnig tengt við persónulega reynslu og reynslu annarra.