Forskólinn Glitrandi stjörnur
Forskóli Listdansskóla Hafnarfjarðar, Glitrandi Stjörnur, veitir nemendum sínum frábæran undirbúning fyrir áframhaldandi dansnám. Okkar markmið er að nemendur þroskist félagslega í gegnum hópavinnu, læri að tileinka sér góða líkamsvitund og upplifi fjölbreytta tónlist víðsvegar að úr heiminum.
Börnin kynnast dansinum í gegnum sköpun og leik. Aðaláherslan er á dansgleði og að styrkja líkamslæsi, samhæfingu líkamshluta, hreyfigreind, félagsfærni og sjálfstraust.
Allir kennarar eru menntaðir í dansi og eru með mikla reynslu.
Önnin endar á glæsilegri sýningu.
Haustönn 2023 hefst 2. september hjá 4 og 5 ára
Námskeiðin
2 – 3 ára Ljón og tígrisdýr
Nemendur fæddir 2020-2021
Kennt einu sinni í viku (30 mín í senn) í 10 vikur.
Tveir hópar í boði
- 2-3 ára ljón æfa á laugardögum frá kl. 09.50-10.20
- 2-3 ára tígrisdýr æfa á laugardögum frá kl. 10.30 – 11.00
Hefst 9. september
Skemmtilegir tímar þar sem taktvísi, samhæfing og sköpunargleði er virkjuð í gegnum dans og leiki.
Foreldrar taka fullan þátt í tímanum með börnunum. Frábært tækifæri fyrir börn og foreldra að eiga gæðastund saman í gegnum leik og hreyfingu.
Fatnaður:
Mæta í þægilegum fötum sem að hindra ekki hreyfingar þeirra í tíma
4 ára Blóm- og Ljósálfar
Nemendur fæddir 2019
Kennt einu sinni í viku (40 mín í senn)
Hópar: 4 ára Ljósálfar á mánudögum og 4 ára Blómálfar á laugardögum
Fatnaður:
Mæta í þægilegum fötum sem að hindra ekki hreyfingar þeirra í tíma.
Fyrir sýningu þurfa nemendur að eiga ballettsokkabuxur og ljósa ballettskó/tátilju.
5 ára Kisur og Fiðrildi
Nemendur fæddir 2018
Kennt einu sinni í viku (45 mín í senn)
Hópar: 5 ára Fiðrildi á þriðjudögum og 5 ára Kisur á laugardögum
Fatnaður:
Mæta í þægilegum fötum sem að hindra ekki hreyfingar þeirra í tíma
Fyrir sýningu þurfa nemendur að eiga ballettsokkabuxur og ljósa ballettskó/tátilju.
Glitrandi stjörnur 2-3 ára
Skemmtilegir tímar þar sem taktvísi, samhæfing og sköpunargleði er virkjuð í gegnum dans og leiki.
Foreldrar taka þátt í tímanum. Frábært tækifæri fyrir börn og foreldra að eiga gæðastund saman í gegnum leik og hreyfingu.