Yoga trapeze

Yoga Trapeze eða jógaróla er alveg einstakt æfingartæki. Hún var þróuð af jógakennara til að fullkomna þjálfun jóganemenda og bæta við hreyfingum sem vantar í venjulega jógatíma.

Jógaróla býður til dæmis upp á toghreyfingar af ýmsum gerðum sem hjálpa þér að ná betra gripi, styrkja axlir, kviðvöðva og allan bakhluta líkamans og stuðla þannig að þáttum sem eru taldir mikilvægir fyrir langlífi!

Öfugsnúnar Yoga Trapeze pósur færa þér ótal ávinninga fyrir bakheilsu – með því að hanga á hvolfi dregur þú úr þrýstingi á hryggjaliði og minnkar stress í leiðinni. Með Yoga Trapeze getur þú bætt liðleika þinn með fjölmörgum skilvirkum teygjum og bakbeygjum sem eru miklu aðgengilegri en á dýnu.

Æfingarnar eru frumlegar og skemmtilegar, þær bæta jafnvægið þitt og hjálpa þér að byggja upp styrk og sjálfstraust á mettíma!

Um kennarann

Svetlana Álfheiður er jógakennari og listakona. Hún hefur lokið 200 tíma námi í Hatha jóga hjá Vikasa Academy í Tælandi og 200 tíma námi hjá YogaBody áður en hún bætti Yoga Trapeze kennararéttindum við.

Í tímunum sínum leggur Svetlana Álfheiður áherslu á sjálfsvitund og leikgleði. Hún brennur fyrir því að kynna jóga fyrir venjulegu sí uppteknu nútímafólki og blanda dass af jógaspeki í daglegt líf.

Námskeiðin

5 vikna námskeið

Hefst 24. janúar

Kennt á þriðjudögum frá kl. 20.00 – 21.00

Verð 19.500 kr

Fríir prufutímar

10. janúar frá kl. 20.00 – 21.00
14. janúar frá kl. 15.00 – 16.00
17. janúar frá kl. 20.00 – 21.00
21. janúar frá kl. 15.00 – 16.00

Ummæli