Salaleiga

í listdansskólanum eru 2 glæsilegir salir sem við bjóðum til útleigu fyrir alls konar tilefni. Veisluhald, danstímar, námskeið, workshop og fleira.

Salur A: 116 fm

Salur B: 78 fm 

verð: 10.000 kr klst per sal

(Veittur er afsláttur fyrir námskeið og aðra viðburði sem eru endurteknir reglulega.)

Ef óskað er eftir að hafa starfsmann á staðnum er greitt aukalega fyrir það.

Sá búnaður sem við höfum á staðnum og leigist með sal er eftirfarandi:
Borð og stólar fyrir allt að 70 manns
Dúkar (hvítir velour dúkar úr rúmfatalagernum)

Hljóðkerfi skólans (ekki míkrófónn)
Photobooth (hringljós fyrir síma og leikmunir)
Nokkrar skreytingar

Það er ekki eldhús á staðnum, aðeins lítill krókur með vaski og uppþvottavél sem hægt er að nota.

Hægt er að koma og skoða salinn á virkum dögum eftir samkomulagi.

 

Aukagjald:

  • 10.000 kr þrifgjald leggst ofan á leigu fyrir staka viðburði.