Ljósmyndadagur skólans 9.febrúar 2019

Laugardaginn 9.febrúar næstkomandi verður ljósmyndadagur í Listdansskólanum! Allir hópar mæta og teknar verða glæsilegar dans myndir af börnunum. Myndirnar verða svo notaðar í auglýsingar fyrir skólann og til fræðslu og gamans.

Hér að neðan má finna tímasetningar fyrir alla hópa skólans, athugið að Silki nemendur fá sér ljósmyndadag síðar á önninni:

Yngri nemendur:
10:10-10:25 4 ára Hraunálfar
10:30-10:55 6 ára Bambar og Bangsar 
10:55-11:20 5 ára Kisur og Fiðrildi 
11:30-11:50 7 ára fuglar 
11:55-12:10 8 ára ballett

1.-4.flokkur djass/ballett:
12:40-13:05 1fl og 2fl ballett 
13:10-13:25 8 ára djass 
13:25-13:40 1.flokkur djass 
13:40-13:55 2.flokkur djass 
13:55-14:10 3.flokkur djass
14:15-14:35 4.flokkur ballett
14:35-14:55 4.flokkur djass

Eldri nemendur og ntd:
1
5:10-15:30 NTD framhald og NTD 8-11
15:30-15:45 5.flokkur djass
15:45-16:00 6.flokkur djass
16:00-16:15 Framhald ballett
16:15-16:30 7.flokkur djass
16:30-16:45 Framhald djass

Hver hópur mætir 10 mínútum fyrr og á að vera tilbúinn til að fara strax inn til ljósmyndara.

Ballettnemendur mæta með hárið snyrtilega greitt í snúð. Nemendur mæta tilbúnir í bleikum sokkabuxum, ljósum ballettskóm og ballettbol. Yngri nemendur í ballett mæta í bleikum ballettbol.

Djassnemendur mæta með hárið snyrtilega greitt í tagl,í svörtum ballettbol (eldri) og svörtum leggings.

Nútímadansnemendur mæta með hárið snyrtilega greitt í tagl, í svörtum síðerma eða stuttermabolum og svörtum leggings.