Námskeiðsframboð

Lýra yngri

58.000kr

Hefst 25. ágúst

Aldur:  9 - 15 ára (Byrjendur)
2x í viku, í 16 vikur

Lýra eldri

58.000kr

Hefst 25. ágúst

Aldur 16 ára + (Byrjendur)

2x í viku, í 16 vikur

To play, press and hold the enter key. To stop, release the enter key.

Upplýsingar um greiðslu skólagjalda

Ganga skal frá skólagjöldum fyrir fyrsta danstíma.  Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðlum og fer öll skráning og greiðsla fram í gegnum skráningarvef skólans hér https://listdansskoli.felog.is/

Greiðsla æfingagjalda er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Þjálfarar skrá mætingar á hverja æfingu. Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að taka þátt í lokasýningum skólans.

Mikilvægt er að hafa samband við Listdansskóla Hafnarfjarðar á listsansskoli@listdansskoli.is ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.

Reglur varðandi endurgreiðslu æfingargjald

Innritun á námskeið jafngildir samningi um greiðslu á skólagjöldum. Athugið að innritun er bindandi.

Ef hætta þarf við skráningu áður en kennsla hefst fæst 100% endurgreiðsla. 50% endurgreiðsla er í boði fyrstu vikuna eftir að kennsla hefst. Eftir aðra viku eru skólagjöld ekki endurgreidd. 

Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfangið listdansskoli@listdansskoli.is

Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn; tilkynning til þjálfara iðkandans er ekki tekin gild.

Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar.

Afslættir og niðurgreiðsla skólagjalda

Niðurgreiðsla er í boði frá öllum helstu bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Listdansskóli Hafnarfjarðar er með samning við Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes, Kópavog og Hafnarfjörð um aðild að frístundarstyrk.

Einnig er í boði systkinaafsláttur fyrir systkini sem æfa við skólann og fjölgreinaafsláttur

UM Lýru

Lýra er glænýtt námskeið hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar!

Lýra er loftfimleikahringur sem hangir í loftinu og læra nemendur hér að gera fjölbreyttar og krefjandi æfingar inn í honum.

Á námskeiðinu læra nemendur undurstöðuatriðin eins og að komast inn í hringinn ásamt því að læra einfaldar stöður hangandi í lýrunni.

Æfingar í lýru reynir jafnt á jafnvægi, styrk og liðleika og því mikil áhersla lögð á að læra á og treysta eigin líkama ásamt því að efla líkamsburð. 

 

Kennd verða grunnatriðin og tímarnir þróast svo með framförum nemenda..​

Ekki er nauðsynlegt að hafa grunn í dansi eða öðrum íþróttum til að byrja að æfa og bjóðum við alla velkomna.