UM Námskeiðin

Allir nemendur 12 ára og eldri í djassnámskeiðum fá nútímadanskennslu. 

 

Við bjóðum upp á námskeið í nútímdansi fyrir börn 9 -11 ára Í nútímadansi er unnið út frá tengingu við gólf, flæði og kraft. Nemendur læra vel á eigin líkama og styrk og efla tjáningu og líkamsburð.  Nemendur læra að skapa eigin hreyfingar með og án fyrirmæla og tilfinningar og löngun þeirra fái að njóta sín. Lögð er áhersla á floor (gólf) work, release og spunatækni. Nemendur fá einnig að læra aðferðir við að búa til sitt eigið efni. Mikil áhersla er lögð á tjáningu og sviðsframkomu.

Nútíma Byrjendur

55.500kr

Aldur:  8-11 ára (Byrjendur)
2x í viku, 16 vikur

Nútíma Eldri nemendur

Alli djassnemendur skólans í 4.flokk og eldri fá 1 nútímadanstíma á viku á sínu námskeiði.

Námskeiðsframboð

Niðurgreiðsla kr. 3.000 á mánuði fyrir börn 6 – 17 ára. Allar nánari reglur má finna á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, hafnarfjordur.is.