Salsa- og tangónámskeið
fyrir fullorðna

Hefst 1. nóvember 2021

salsa - byrjendur

9.500 kr. fyrir einn

17.000 kr. fyrir par

Hefst 10. janúar 2022

1x í viku í 5 vikur, lýkur 7. febrúar 2022

​Kennt á mánudögum frá kl. 19.30 - 20.15

Við hvetjum bæði einstaklinga og pör til að skrá sig.

​Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10

Salsa -Framhald

9.500 kr. fyrir einn

17.000 kr. fyrir par

Fellur niður

1x í viku í 5 vikur, lýkur 8, febrúar 2022

Kennt á þriðjudögum frá kl. 20.15 - 21.30

​Námskeiðið er fyrir þá sem hafa lokið grunnámskeiði eða hafa góða dansreynslu.

Við hvetjum bæði einstaklinga og pör til að skrá sig.

​Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10

Tangó - byrjendur

9.500 kr. fyrir einn

17.000 kr. fyrir par

Hefst síðar

Við hvetjum bæði einstaklinga og pör til að skrá sig.

​Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10

Tangó - Framhald

9.500 kr. fyrir einn

17.000 kr. fyrir par

Hefst síðar

​Námskeiðið er fyrir þá sem hafa lokið grunnámskeiði eða hafa góða dansreynslu.

Við hvetjum bæði einstaklinga og pör til að skrá sig.

​Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10

UM Námskeiðin

 

Komdu og lærðu salsa eða tangó hjá latin dansaranum Jóa á mánudagskvöldum. 

Jói kom dansandi í heiminn og er í dag á meðal bestu salsa og tangó kennara landsins. Hann hefur dansað og kennt dans í yfir 10 ár ásamt því að hafa stundað salsanám í nokkrum af bestu dansskólum Kúbu. 

Salsa

Salsanámskeiðin hans Jóa eru gríðarlega vinsæl og sækja nemendur hans námskeið hjá honum ár eftir ár. Mikil áhersla er lögð á að skapa létt og skemmtilegt andrúmsloft en eins og Jói segir „Það geta allir dansað salsa. Dansinn er frekar auðveldur en salsa snýst um svo miklu meira. Salsa snýst um félagsskapinn, að stunda skemmtilega líkamsrækt og síðast en ekki síst að hafa gaman – þess vegna geta allir dansað salsa.“

Tangó

Argentínskur tangó. Suðrænn og seiðandi, á rætur sínar að rekja til fátækrahverfanna í Buenos Aires á síðari hluta 19. aldar. Er náinn paradans, þar sem kjarninn er að ná sem bestri tengingu við dansfélagann. Í dag er tangó dansaður um allan heim og verður oftar en ekki lífsstíll hjá þeim sem eitt sinn reimar á sig tangóskóna.

Markmið byrjendanámskeiðsins er að læra grunnsporin og leyfa gleðinni að vera við völd. Þú þarft hvorki að hafa dansreynslu né dansfélaga til að skrá þig, 

Markmið framhaldsnámskeiðsins er að fara dýpra inn í tæknina og er fyrir nemendur sem hafa lokið grunnnámskeiði. Ekki er nauðsynlegt að hafa dansfélaga til að skrá sig. Framhaldsnámskeið hefjast síðar á önninni.

Danstímar eru skemmtileg kvöldstund. Ekki nauðsynlegt að koma með dansfélaga.

ardian-lumi-6Woj_wozqmA-unsplash_edited.

Umsagnir

,,Það er ekki bara gaman að læra að dansa salsa hjá Jóa - það er bókstaflega mannbætandi!"

,,Jói á einstaklega gott með að fá mann til að dansa salsa - algjörlega áreynslulaust, því það er alltaf svo gaman í tímunum hjá honum"

,,Jói tekst á sinn einstaka hátt að fá alla til að gera sitt besta í dansinum - þannig að jafnvel taktlausir stirðbusar ná að njóta þess að vera í tímum hjá honum"

,,Jói er alveg osom kennari og við erum öll alveg hrikalega kúl á dansgólfinu eftir meðferðina hjá honum"

Upplýsingar um greiðslu skólagjalda

Ganga skal frá skólagjöldum fyrir fyrsta danstíma.  Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðlum og fer öll skráning og greiðsla fram í gegnum skráningarvef skólans hér https://www.sportabler.com/shop/listdansskolihfj

Greiðsla æfingagjalda er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Þjálfarar skrá mætingar á hverja æfingu. Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að taka þátt í lokasýningum skólans.

Mikilvægt er að hafa samband við Listdansskóla Hafnarfjarðar á listsansskoli@listdansskoli.is ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.

Reglur varðandi endurgreiðslu æfingargjald

Innritun á námskeið jafngildir samningi um greiðslu á skólagjöldum. Athugið að innritun er bindandi.

Ef hætta þarf við skráningu áður en kennsla hefst fæst 100% endurgreiðsla. 50% endurgreiðsla er í boði fyrstu vikuna eftir að kennsla hefst. Eftir aðra viku eru skólagjöld ekki endurgreidd. 

Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfangið listdansskoli@listdansskoli.is

Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn; tilkynning til þjálfara iðkandans er ekki tekin gild.

Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar.