UM Námskeiðin

Langar þig að prófa eitthvað nýtt? Læra að svífa á silkireipum, treysta á eigin styrk og liðleika og læra tæknina á bakvið loftfimleika í silki? Þá er þetta námskeið fullkomið fyrir þig!

Silki æfingar reyna á bæði huga og líkama. Á námskeiðinu verða kennd grunnatriðin í Silki eins og hvernig á að gera fyrsta hnútinn og stíga upp í silkið og svo þróast tímarnir, með framförum nemenda, yfir í flóknari æfingar og trikk.

Athugið að á hverju námskeiði eru aðeins 8 nemendur og ætti því hver og einn að fá þá þjálfun og athygli sem þeir þurfa. 

Á námskeiðinu læra nemendur tæknina á bakvið silki frá grunni og ekki er nauðsynlegt að hafa ákveðna reynslu og/eða styrk til að vera með. 

Silki 1 - Byrjendur

Verð: 17.500kr

Aldur:  9 ára + (Byrjendur)
2x í viku, í 4 vikur

Kennt á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 18.15 - 19.15

Lágmarksfjöldi þátttakenda er 4

Silki 2 - Byrjendur

Verð: 17.500kr

Aldur:  18 + (Byrjendur)

2x í viku, í 4 vikur

Kennt á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 19.15 - 20.15

Lágmarksfjöldi þátttakenda er 4

Hefst 17. febrúar 2020

Silki 

4 vikna námskeið

Upplýsingar um greiðslu skólagjalda

Ganga skal frá skólagjöldum fyrir fyrsta danstíma.  Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðlum og fer öll skráning og greiðsla fram í gegnum skráningarvef skólans hér https://listdansskoli.felog.is/

Greiðsla æfingagjalda er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Þjálfarar skrá mætingar á hverja æfingu. Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að taka þátt í lokasýningum skólans.

Mikilvægt er að hafa samband við Listdansskóla Hafnarfjarðar á listsansskoli@listdansskoli.is ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.

Reglur varðandi endurgreiðslu æfingargjald

Innritun á námskeið jafngildir samningi um greiðslu á skólagjöldum. Athugið að innritun er bindandi.

Ef hætta þarf við skráningu áður en kennsla hefst fæst 100% endurgreiðsla. 50% endurgreiðsla er í boði fyrstu vikuna eftir að kennsla hefst. Eftir aðra viku eru skólagjöld ekki endurgreidd. 

Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfangið listdansskoli@listdansskoli.is

Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn; tilkynning til þjálfara iðkandans er ekki tekin gild.

Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar.

Afslættir og niðurgreiðsla skólagjalda

Niðurgreiðsla er í boði frá öllum helstu bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Listdansskóli Hafnarfjarðar er með samning við Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes, Kópavog og Hafnarfjörð um aðild að frístundarstyrk.

Einnig er í boði systkinaafsláttur fyrir systkini sem æfa við skólann og fjölgreinaafsláttur