Upplýsingar um greiðslu skólagjalda
Ganga skal frá skólagjöldum fyrir fyrsta danstíma. Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðlum og fer öll skráning og greiðsla fram í gegnum skráningarvef skólans hér https://listdansskoli.felog.is/
Greiðsla æfingagjalda er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Þjálfarar skrá mætingar á hverja æfingu. Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að taka þátt í lokasýningum skólans.
Mikilvægt er að hafa samband við Listdansskóla Hafnarfjarðar á ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.
Reglur varðandi endurgreiðslu æfingargjald
Innritun á námskeið jafngildir samningi um greiðslu á skólagjöldum. Athugið að innritun er bindandi.
Ef hætta þarf við skráningu áður en kennsla hefst fæst 100% endurgreiðsla. 50% endurgreiðsla er í boði fyrstu vikuna eftir að kennsla hefst. Eftir aðra viku eru skólagjöld ekki endurgreidd.
Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfangið
Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn; tilkynning til þjálfara iðkandans er ekki tekin gild.
Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar.
Afslættir og niðurgreiðsla skólagjalda
Niðurgreiðsla er í boði frá öllum helstu bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Listdansskóli Hafnarfjarðar er með samning við Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes, Kópavog og Hafnarfjörð um aðild að frístundarstyrk.
Einnig er í boði systkinaafsláttur fyrir systkini sem æfa við skólann og fjölgreinaafsláttur