Skólareglur

Klæðaburður

Á þessu skólaári gerum við kröfur varðandi klæðnað í tímum ásamt því að hafa einn ákveðinn lit fyrir hvert stig en með því teljum við að við náum að efla liðsheildina enn betur innan skólans.

Forskólinn Glitrandi stjörnur 

4-5 ára

Mæta í þægilegum fötum sem að hindra ekki hreyfingar þeirra í tíma

Fyrir sýningu þurfa nemendur að eiga ballettsokkabuxur og ljósa ballettskó/tátiljur.

Ballett - Grunnstig

6 ára - 1. flokkur

Fjólublár ballettbolur, ballettsokkabuxur og ballettskór. 

Sítt hár skal vera snyrtilega tekið í hnút.

Ballett - mið- og efstastig:

2. - 5. flokkur

Svartur ballettbolur, ballettsokkabuxur og ballettskór. 

Sítt hár skal vera snyrtilega tekið í hnút.

Djass - grunnstig

6 ára - 1. flokkur:  

Litur djass - grunnstigs er fjólublár.

Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í fjólubláum bol og svörtum leggings. 

Djass - miðstig

2. - 4. flokkur:

Litur djass - grunnstigs er dökkblár.

Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í dökkbláum bol og svörtum leggings. 

Djass - efstastig

5. - 9. flokkur:

Litur djass - grunnstigs er svartur.

Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í svörtum bol og svörtum leggings. 

Silki og Lýra

Allir flokkar:

Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í svörtum síðermabol og svörtum leggings. 

Mikilvægt er að passa að föt séu aðsniðin þar sem víð föt vefjast auðveldlega í silki og lýru.

Ennig mega nemendur ekki vera með skartgripi þar sem þeir geta einnig flækst.

Hægt er að panta fatnað merktar skólanum í vefverslun okkar hér https://listdansskolishop.is/  (hægt að skoða vörur upp í skóla) en vekjum á sama tíma athygli á því að það er ekki skylda að versla í gegnum hana.

 

REGLUR Í DANSTÍMA

Gefin er mæting fyrir alla danstíma sem mætt er í og ekki er æskilegt að mæta seint í tíma

Mætir nemandi 15 mínútum eftir að tími hefst eða seinna án gildrar ástæðu fær viðkomandi fjarvist fyrir tímann 

Tilkynna þarf fjarveru / veikindi til skólans áður en kennslustund hefst.

Nemandi fær ekki leyfi til að sýna á vorssýningu skólans ef mætingareinkunn er lægri en 60% yfir önnina

Ekki er leyfilegt að æfa í sokkum í sölum skólans nema með leyfi kennara.

Skólareglur

 • Nemendur mæti ávallt í dansfötum og vera tilbúinn í þeim áður en tíminn hefst.

 • Nemendur mæti með hárið greitt frá andlitinu

 • Bannað að mæta með skartgripi

 • Áhorf er bannað í tímum nema á auglýstum áhorfstímum.

 • Nemendur mæti ávallt á réttum tíma.

 • Ekki er heimilt að fara fyrr úr tíma nema með leyfi.

 • Ekki er heimilt að fara á salernið eða í vatnspásu nema með leyfi kennara

 • Bannað að hafa tyggigúmmi eða annað sælgæti.

 • Nemendur eldri en 9 ára mæti hvorki í pilsum né legghlífum.

 • Skólagjöld eru ekki endurgreidd eftir 2 vikur frá annarbyrjun.

 • Nemendur taki sjálfir ábyrgð á eigin verðmætum, best að geyma verðmæti í æfingasalnum.

Umgengnisreglur

Fara skal úr útiskóm í anddyri skólans og raða í hillu. Við biðjum fullorðna fólkið líka að virða þessa reglu þar sem að nemendur eru á tánum inní skólanum.

Ekki er leyfilegt að borða mat inní klefa. Aðstaða fyrir hollt nesti er í anddyri skólans.

Bannað er að koma með sælgæti, gos eða sætabrauð.

Stranglega bannað að taka myndir og myndskeið inní klefa. Vinsamlegast ræðið við börnin ykkar um að virða mörk annara og ekki að taka myndir af þeim sem vilja það ekki.

Það á að ganga vel um skólann okkar og sýna eigum annara virðingu.