SKólinn

Um Listdansskóla Hafnarfjarðar

Starfsemi Listdansskóla Hafnarfjarðar hófst í janúar 1994, þá stunduðu 12 nemendur nám við skólann. Árið 2015 voru nemendur 420 talsins og stunduðu þeir nám í barnadönsum, barnaballett, barnadjassdansi, klassískum ballett, djassdansi, hipp hoppi, showdansi, silki, nútímadansi og dönsum fyrir 20 ára og eldri.

Skólinn er einkarekinn og fer kennslan fram í Helluhrauni 16-18. Eigandi og skólastjóri er Eva Rós Guðmundsdóttir.

Sýningar og aðrir viðburðir

Listdansskóli Hafnarfjarðar heldur upp á vorsýningu í Borgarleikhúsinu þann 1.maí árlega. Auk þess sýna nemendur á jólasýningu skólans sem er haldin annað hvort í Gaflaraleikhúsinu eða sölum skólans.

Árlega stendur skólinn einnig fyrir Dansbikarnum, sem er innanhúsakeppni skólans þar sem nemendur fá að spreyta sig í að semja eigin dansa. Bæði kennarar og meðlimir nemendafélagsins okkar hafa haldið utan um keppnina, en þær hafa vakið mikla lukku bæði hjá nemendum og foreldrum. 

Nemendur 13 ára og eldri hafa kost á því að fara í dansferð með skólanum til London annað hvert ár. Þar verja þau 4-6 dögum með kennurum skólans og fara í danstíma, dansworkshop og á söngleik. Skólinn hefur einnig tekið þátt í danskeppnum erlendis, en árið 2015 sigraði hópur af nemendum frá okkur á dansmóti á Spáni! 

 

Hér erum við

Helluhraun 16 – 18, 2. hæð í Hafnarfirði.

Strætó

Hægt er að taka strætó 21 að Álfaskeiði og ganga svo yfir götuna að Krónunni. Við erum í sama húsnæði og Bónus.