Hefst - Hefst 25. janúar
SkvísuDans 18+

Skvísudans 18 ára+

Aldur:  18 ára +

1x í viku í 5 vikur (1.5 tími í senn)

- Skvísudans er á þriðjudögum frá kl. 18.45 - 20.15


Verð: 14.500 kr

​Lágmarksfjöldi þátttakenda er 6

Næsta námskeið hefst 25 janúar.

Kennari: Bíbí

Um Skvísudans

Skvísudans er fyrir þá sem vilja gleðjast í gegnum dans og það eru engar kröfur um dansreynslu!

 

Á námskeiðinu verða ýmsir dansstílar teknir fyrir eins og jazzballett, nútímaballett og klassískur ballett ásamt ýmsum pilates æfingum.  Það verður því mikil fjölbreytni og að sjálfsögðu fjör því það er fátt annað skemmtilegra en að dansa. Dans er líka gríðarlega góð heilsurækt, styrkir allan líkamann, gefur langa og fallega vöðva og bætir líkamsstöðuna.

Kennarar

Námskeið 1  (18. janúar - 15. febrúar) - Bíbí

Hildur (Bíbí) hefur stundað dansnám frá 8 ára aldri. Hún stundaði nám í Listdansskóla Íslands og útskrifaðist þaðan úr nútímadansi. Bíbí stundaði einnig nám í Kaupmannahöfn í sviðlistarnámi í Cispa, Copenhagen International school of Performing arts.

Bíbí hefur starfað í Kaupmannahöfn sem leikkona og dansari hjá leikhúsinu Republique í uppsetningunni Völuspá (Vølvens Spådom) og Snædrottningunni (Snedronningen). Hún hefur einnig starfað í Þjóðleikhúsinu sem aðstoðarleikstjóri, framleiðandi og aðstoðað með hreyfingar á sviði. Bíbí lék, söng og dansaði í Buddy Holly söngleiknum, Latarbæjarsýningunni í Laugardalshöll og hefur dansað í Söngvakeppni sjónvarpsins.

Námskeið 2 - Eyrún og Tinna 

Eyrún og Tinna hafa stundað dansnám frá unga aldri í, tekið þátt í hinum ýmsu danssýningum og hafa margra ára reynslu í kennslu. Eyrún er grunnskólakennari og kjólaklæðskeri að mennt á meðan Tinna starfar í bankageiranum. Þær leggja uppúr því að hafa góða kennslu sem samanstendur af góðum og krefjandi æfingum sem og skemmtilegum skvísudönsum, þar sem gleðin verður við völd.

Upplýsingar um greiðslu skólagjalda

Ganga skal frá skólagjöldum fyrir fyrsta danstíma.  Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðlum og fer öll skráning og greiðsla fram í gegnum skráningarvef skólans hér https://www.sportabler.com/shop/listdansskolihfj

Greiðsla æfingagjalda er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Þjálfarar skrá mætingar á hverja æfingu. Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að taka þátt í lokasýningum skólans.

Mikilvægt er að hafa samband við Listdansskóla Hafnarfjarðar á listsansskoli@listdansskoli.is ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.

Reglur varðandi endurgreiðslu æfingargjald

Innritun á námskeið jafngildir samningi um greiðslu á skólagjöldum. Athugið að innritun er bindandi.

Ef hætta þarf við skráningu áður en kennsla hefst fæst 100% endurgreiðsla. 50% endurgreiðsla er í boði fyrstu vikuna eftir að kennsla hefst. Eftir aðra viku eru skólagjöld ekki endurgreidd. 

Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfangið listdansskoli@listdansskoli.is

Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn; tilkynning til þjálfara iðkandans er ekki tekin gild.

Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar.