Um Skvísudansþrek

Skvísudansþrek er fyrir þá sem vilja gleðjast í gegnum dans og það eru engar kröfur um dansreynslu!

 

Á námskeiðinu verða ýmsir dansstílar teknir fyrir eins og jazzballett, nútímaballett og klassískur ballett ásamt ýmsum pilates æfingum.  Það verður því mikil fjölbreytni og að sjálfsögðu fjör því það er fátt annað skemmtilegra en að dansa. Dans er líka gríðarlega góð heilsurækt, styrkir allan líkamann, gefur langa og fallega vöðva og bætir líkamsstöðuna.

Reglur vegna Covid

  1. Æfingasvæðinu er skipt niður þannig að hver iðkandi fær  um 4 fermetrar. Hver iðkandi heldur sig innan síns svæðis út alla æfinguna.

  2. Hámark 15 manns í hverjum tíma.

  3. Engum búnaði er deilt á milli einstaklinga innan tímans.

  4. Við komu og brottför eiga allir sótthreinsi hendur.

  5. Iðkendur þurfa að vera með andlitsgrímu í sameiginlegum rýmum og þar sem ekki er hægt að tryggja 2ja metra nálægðarreglu.

  6. Búningsklefar eru lokaðir 18 ára og eldri og verða iðkendur því að mæta tilbúnir til æfinga í stöðina.

Skvísudansþrek 20 ára+

Aldur:  20 ára +

1x í viku í 6 vikur (frí 30. mars)

- Skísudans er á þriðjudögum frá kl.

   18.30-19.30


Verð: 12.500 kr.

​Lágmarksfjöldi þátttakenda er 6

​Namskeiðið hefst 16. mars 2021

Hefst 16. mars 2021

SkvísuDansþrek 20+

Upplýsingar um greiðslu skólagjalda

Ganga skal frá skólagjöldum fyrir fyrsta danstíma.  Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðlum og fer öll skráning og greiðsla fram í gegnum skráningarvef skólans hér https://www.sportabler.com/shop/listdansskolihfj

Greiðsla æfingagjalda er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Þjálfarar skrá mætingar á hverja æfingu. Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að taka þátt í lokasýningum skólans.

Mikilvægt er að hafa samband við Listdansskóla Hafnarfjarðar á listsansskoli@listdansskoli.is ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.

Reglur varðandi endurgreiðslu æfingargjald

Innritun á námskeið jafngildir samningi um greiðslu á skólagjöldum. Athugið að innritun er bindandi.

Ef hætta þarf við skráningu áður en kennsla hefst fæst 100% endurgreiðsla. 50% endurgreiðsla er í boði fyrstu vikuna eftir að kennsla hefst. Eftir aðra viku eru skólagjöld ekki endurgreidd. 

Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfangið listdansskoli@listdansskoli.is

Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn; tilkynning til þjálfara iðkandans er ekki tekin gild.

Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar.