Námskeiðsframboð

steppdans yngri

56.500kr

Hefst 30. ágúst (byrjendur)

Nemendur fæddir 2014 - 2011
Kennt tvisvar í viku, klst í senn á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 15.00 - 16.00

Steppdans eldri

56.500kr

Hefst 30. ágúst (byrjendur)

Nemendur fæddir 2010 og eldri 

Kennt tvisvar í viku, klst í senn á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 16.00 - 17.00

Um Námskeiðið

Steppdans er glænýtt námskeið hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar!

Steppdans er þekktur dansstíll um allan heim þar sem dansarar halda efri hluta líkamans teinréttum meðan fætur eru hreyfðar hratt og lipurlega. Dansinn styrkir og tónar vöðva á sama tíma og hann eykur liðleika. Steppdansinn þjálfar einnig skynjun á takti og þeir sem eru flinkir í steppdansi fá góða tilfinningu fyrir tímasetningum og ryþma

Á námskeiðinu læra nemendur undurstöðuatriðin og þróast tímarnir svo með framförum nemenda..​ 

 

Ekki er nauðsynlegt að hafa grunn í dansi eða öðrum íþróttum til að byrja að æfa og bjóðum við alla velkomna.

Um kennarann

Chantelle Carey lauk námi frá söngleikjadeild Leicester College of Performin Arts árið 2002..

Chantelle er einstakur listamaður, danshöfundur og danskennari, sem hefur samið fyrir marga stóra söngleiki eins og Bláa hnöttinn, Kardemommubæinn, Ávaxtakarfan, We will rock you og Slá í gegn og hefur unnið til ýmissa verðlauna sem danshöfundur.

Við erum mjög spennt að fá svona flottan og þaulreyndan kennara.

chantelle.jpeg

Upplýsingar um greiðslu skólagjalda

Ganga skal frá skólagjöldum fyrir fyrsta danstíma.  Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðlum og fer öll skráning og greiðsla fram í gegnum skráningarvef skólans hér https://listdansskoli.felog.is/

Greiðsla æfingagjalda er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Þjálfarar skrá mætingar á hverja æfingu. Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að taka þátt í lokasýningum skólans.

Mikilvægt er að hafa samband við Listdansskóla Hafnarfjarðar á listsansskoli@listdansskoli.is ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.

Reglur varðandi endurgreiðslu æfingargjald

Innritun á námskeið jafngildir samningi um greiðslu á skólagjöldum. Athugið að innritun er bindandi.

Ef hætta þarf við skráningu áður en kennsla hefst fæst 100% endurgreiðsla. 50% endurgreiðsla er í boði fyrstu vikuna eftir að kennsla hefst. Eftir aðra viku eru skólagjöld ekki endurgreidd. 

Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfangið listdansskoli@listdansskoli.is

Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn; tilkynning til þjálfara iðkandans er ekki tekin gild.

Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar.

Afslættir og niðurgreiðsla skólagjalda

Niðurgreiðsla er í boði frá öllum helstu bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Listdansskóli Hafnarfjarðar er með samning við Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes, Kópavog og Hafnarfjörð um aðild að frístundarstyrk.

Einnig er í boði systkinaafsláttur fyrir systkini sem æfa við skólann og fjölgreinaafsláttur