
Um skólann
Starfsemi Listdansskóla Hafnarfjarðar hófst í janúar 1994 en þá stunduðu 12 nemendur nám við skólann. Árið 2024 eru nemendur 320 talsins.
Listdansskóli Hafnarfjarðar heldur upp á vorsýningu í Borgarleikhúsinu þann 1.maí árlega. Auk þess sýna nemendur á jólasýningu skólans sem er haldin í lok haustannar ár hvert.
Nemendur 6 ára og eldri hafa kost á því að bæta við sig valfögum eftir áhugasviði og þannig hanna sína stundatöflu sjálfir.
TEAM LDH, keppnislið skólans, hefur tekið þátt í Dance World Cup keppninni síðustu ár og gefst nemendum tækifæri til að fara í prufur fyrir keppnisliðið á haustin.
Námskeiðin okkar
Listdansskóli Hafnarfjarðar býður upp á fjölbreytt dansnám fyrir 2 ára og eldri.
- Forskólinn Glitrandi stjörnur fyrir 2-5 ára
- Ballett fyrir 6 ára og eldri
- Djassdans fyrir 6 ára og eldri
- Loftfimleikar fyrir 7 ára og eldri
- Valtímar fyrir 8 ára og eldri
- Salsa fyrir fullorðna
- Loftfimleika fyrir fullorðna
Hafa samband
Staðsetning: Helluhrauni 16 – 18, 220 Hafnarfjörður
Sími á skrifstofu: 894 0577
Email: listdansskoli@listdansskoli.is
Opnunartími skrifstofu: Mánudaga – fimmtudaga frá kl. 13.00 – 16.00.