Ballett
Ballettkennsla hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar hefur verið frá upphafi skólans og hafa margir nemendur frá okkur haldið áfram í framhaldsnám í dansi bæði hérlendis og erlendis.
Við leggjum mikla áherslu á góða tæknigetu og líkamsburð, gott tóneyra og tjáningu.
Nemendur 8 ára og eldri geta bætt við sig auka valtímum til að auka tæknigetu, styrk og sviðsframkomu.
Allir kennarar eru menntaðir í dansi og eru með mikla reynslu.
Önnin endar á glæsilegri sýningu.
Námskeiðin
Vorönn 2023 hefst 9. janúar fyrir 9 ára og eldri og 14. janúar fyrir 8 ára og yngri
6 ára ballett
Nemendur fæddir 2016
1x í viku (50 mín í senn)
Hægt að bæta við djass æfingu einu sinni í viku.
Fatnaður:
Fjólublár ballettbolur
Ballettsokkabuxur og ballettskór (ekki svart)
Sítt hár skal vera greitt í snúð og stutt hár greitt snyrtilega frá andliti.
7 ára ballett
Nemendur fæddir 2015
1x í viku (klst. í senn)
Hægt að bæta við djass æfingu einu sinni í viku (7 ára djass sem æfir á mánudögum).
Fatnaður:
Fjólublár ballettbolur
Ballettsokkabuxur og ballettskór (ekki svart)
Sítt hár skal vera greitt í snúð og stutt hár greitt snyrtilega frá andliti.
8 ára ballett
Nemendur fæddir 2014
1x í viku (klst. í senn)
Fatnaður:
Fjólublár ballettbolur
Ballettsokkabuxur og ballettskór (ekki svart)
Sítt hár skal vera greitt í snúð og stutt hár greitt snyrtilega frá andliti.
2. flokkur ballett
Nemendur fæddir 2012 – 2013
2x í viku (klst í senn)
Hægt að bæta við valtímum, sjá fyrir neðan
Fatnaður:
Fjólublár ballettbolur
Ballettsokkabuxur og ballettskór (ekki svart)
Sítt hár skal vera greitt í snúð og stutt hár greitt snyrtilega frá andliti.
5. flokkur ballett
Nemendur fæddir 2011 og 2010
Lokaður hópur (árs dansreynsla)
3x í viku (1-1,5 klst í senn)
Hægt að bæta við valtímum, sjá fyrir neðan
Fatnaður:
Svartur ballettbolur
Ballettsokkabuxur og ballettskór (ekki svart). Kennari ákveður hvenær nemandi byrjar á táskóm.
Sítt hár skal vera greitt í snúð og stutt hár greitt snyrtilega frá andliti.
6. flokkur ballett
Nemendur fæddir 2009 – 2007
Lokaður hópur (tveggja ára dansreynsla)
3x í viku (1-1.5 klst. í senn)
Hægt að bæta við valtímum, sjá fyrir neðan
Fatnaður:
Svartur ballettbolur.
Ballettsokkabuxur og ballettskór (ekki svart) Kennari ákveður hvenær nemandi byrjar á táskóm.
Sítt hár skal vera greitt í snúð og stutt hár greitt snyrtilega frá andliti.
Valtímar í boði
Allir valtímar eru kenndir einu sinni í viku í 14 vikur. Tímarnir hefjast í vikunni 16. – 19. janúar.
Vinsamlega athugið að í suma valtíma er gerð krafa um fyrri dansreynslu og að nemendur séu skráðir í grunndeild.
Ekki allir valtímar taka þátt í jóla- og vorsýningum skólans.
Sérstakt verð er í boði fyrir nemendur skráða í grunndeild og því ekki fjölgreinaafsláttur í boði.
Verð:
-
- 12.900 kr. fyrir nemendur í grunndeildum skólans.
- 24.900 kr. sem stakt námskeið
Ballett-tækni
Ballett er frábær undirstaða fyrir alla dansstíla. Hér er farið í grunnæfingar, líkamsstöðu og lengingar. Frábærir tímar sem veita dönsurum meiri tækni, styrk og líkamsbeitingu.
Ekki er gerð krafa um fyrri dans reynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild.
Einn hópur
Ballett-tækni 2
Nemendur fæddir 2009 og eldri
Styrkur og liðleiki
Frábærir tímar fyrir alla dansara sem vilja bæta styrk og liðleika.
Í tímunum eru gerðar fjölbreyttar styrktar og liðleikaæfingar og er áherslan lögð á þá vöðva sem notast er við í dansinum.
Ekki er gerð krafa um fyrri dansreynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild
Einn hópur
Styrkur og liðleiki
Nemendur fæddir 2012 og eldri
Söngleikjadans
Frábært val fyrir þá sem vilja efla sviðsframkomu og læra skemmtilega söngleikjadansa.
Hér er lögð áhersla á leiklist, sviðsframkomu, túlkun, líkamsbeitingu og sjálfsöryggi. Kenndir eru dansar við lög úr söngleikjum og mun hópurinn taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.
Ekki er gerð krafa um fyrri dans reynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild. Gerð er krafa um tveggja ára dansreynslu fyrir söngleikjadans 3
Þrír hópar
Söngleikjadans 1
Byrjendastig, – nemendur fæddir 2014 – 2012.
Söngleikjadans 2
Byrjendastig – nemendur fæddir 2011 – 2009.
Söngleikjadans 3
Byrjendastig – nemendur fæddir 2008 og eldri (gerð er krafa um tveggja ára dansreynslu).
Nútímadans
Nútímadans er dansstíll sem ögrar skipulagðri danstæki hins klassíska ballets. Í nútímadansi er lögð áhersla á tjáningu og frelsi.
Í þessum tímum lærir þú undirstöður, tækni og grunnatriði í nútímadansi ásamt því að áhersla er lögð á flæði, snerpu, spuna og tjáningu í dansi.
Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.
Ekki er gerð krafa um fyrri dans reynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild fyrir nútímadans 1
Tveir hópar
Nútímadans 1
Byrjendastig, – nemendur fæddir 2011 – 2009
Nútímadans 2
Framhald, eins til tveggja ára reynsla – nemendur fæddir 2008 og eldri (aðeins fyrir nemendur í grunndeildum skólans)
Waacking
Waacking er dansstíll sem einkennist af handahreyfingum, skynjun tónlistar og takts og glæsileika.
Í þessum tímum lærir þú grunntæknina í Waaking, listina við að stilla sér upp ásamt kóreógrafíu. Í lok námskeiðsins muntu hafa öðlast færni í fáguðum hreyfingum og sjálfstraust til að „Waacka“ með stæl.
Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.
Ekki er gerð krafa um fyrri dansreynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild
Einn hópur
Waacking
Nemendur fæddir 2010 og eldri
Commercial
Commercial dans er gríðarlega vinsæll dansstíll en hann má sjá t.d. í tónlistarmyndböndum, auglýsingum o.fl.
Tímarnir byggjast á því að nemendur læri skemmtilegar og krefjandi kóreógrafíur við ný sem og gömul lög þar sem áherslan er á dýnamík í hreyfingum og framkomu.
Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.
Gerð er krafa um tveggja ára dansreynslu.
Einn hópur
Commercial 1
Nemendur fæddir 2009 og 2008
Commercial 2
Nemendur fæddir 2007 og eldri