Ballett

Ballettkennsla hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar hefur verið frá upphafi skólans og hafa margir nemendur frá okkur haldið áfram í framhaldsnám í dansi bæði hérlendis og erlendis.

Við leggjum mikla áherslu á góða tæknigetu og líkamsburð, gott tóneyra og tjáningu.

Nemendur 6 ára og eldri geta bætt við sig auka valtímum til að auka tæknigetu, styrk og sviðsframkomu.

Við bjóðum alla nýnema hjartanlega velkomna en biðjum þá um að hafa samband við skrifstofu skólans upp á hvaða hóp þau fara í.

Allir kennarar eru menntaðir í dansi og eru með mikla reynslu. 

Önnin endar á glæsilegri sýningu.

Haustönn 2024 hefst 26. ágúst

Námskeiðin

Forskráning fyrir haustönn 2024 hafin inn á Sportabler

Valnámskeið í boði

Valnámskeiðin eru kennd einu sinni til tvisvar í viku. Tímarnir hefjast í vikunni 2. – 6. september

Vinsamlega athugið að í sum valnámskeið er gerð krafa um fyrri dansreynslu og að nemendur séu skráðir í grunndeild.

Ekki taka öll valnámskeið þátt í jóla- og vorsýningum skólans.

Sérstakt verð er í boði fyrir nemendur skráða í grunndeild og því ekki fjölgreinaafsláttur í boði.

Söngleikjadans fyrir 6 ára og eldri

Frábært val fyrir þá sem vilja efla sviðsframkomu og læra skemmtilega söngleikjadansa.

Hér er lögð áhersla á leiklist, sviðsframkomu, túlkun, líkamsbeitingu og sjálfsöryggi. Kenndir eru dansar við lög úr söngleikjum og mun hópurinn taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.

Ekki er gerð krafa um fyrri dansreynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild. 

 

 Nútímadans fyrir 9 ára og eldri

Nútímadans er dansstíll sem ögrar skipulagðri danstæki hins klassíska ballets. Í nútímadansi er lögð áhersla á tjáningu og frelsi. Nemendur fæddir 2013 geta byrjað að æfa nútímadans. 

Í þessum tímum lærir þú undirstöður, tækni og grunnatriði í nútímadansi ásamt því að áhersla er lögð á flæði, snerpu, spuna og tjáningu í dansi.

Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.

Commercial fyrir 9 ára og eldri

Commercial dans er gríðarlega vinsæll dansstíll en hann má sjá t.d. í tónlistarmyndböndum, auglýsingum o.fl.

Tímarnir byggjast á því að nemendur læri skemmtilegar og krefjandi kóreógrafíur við ný sem og gömul lög þar sem áherslan er á dýnamík í hreyfingum og framkomu.

Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.