Fjölbreytt námskeið fyrir fullorðna

Langar þig að læra salsadans, dansa við skvísutónlist eða fljúga um í silkjum?

Þú finnur fjölbreytt og spennandi námskeið hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar fyrir fullorðna.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér fyrir neðan!

 

Námskeiðin

Salsa – byrjendanámskeið

Komdu og lærðu salsa hjá latin dansaranum Dagnýju á þriðjudagskvöldum. 

Salsanámskeiðin hennar Dagnýjar eru gríðarlega vinsæl. Mikil áhersla er lögð á að skapa létt og skemmtilegt andrúmsloft en eins og Dagný segir „Það geta allir dansað salsa. Dansinn er frekar auðveldur en salsa snýst um svo miklu meira. Salsa snýst um félagsskapinn, að stunda skemmtilega líkamsrækt og síðast en ekki síst að hafa gaman – þess vegna geta allir dansað salsa.“

 • Námskeiðið hefst 29. ágúst og lýkur þann 26. september
 • Kennt 1x í viku í 5 vikur á þriðjudögum frá kl. 19.00 – 20.00.
 • ​Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10.
 • Verð: 9.500 kr (17.000 ef tveir eru skráðir saman).

Við hvetjum bæði einstaklinga og pör til að skrá sig.

Salsa – framhaldsnámskeið

Fimm vikna salsanámskeið fyrir þá sem hafa farið á grunnnámskeið.

Salsanámskeiðin hennar Dagnýjar eru gríðarlega vinsæl. Mikil áhersla er lögð á að skapa létt og skemmtilegt andrúmsloft en eins og Dagný segir „Það geta allir dansað salsa. Dansinn er frekar auðveldur en salsa snýst um svo miklu meira. Salsa snýst um félagsskapinn, að stunda skemmtilega líkamsrækt og síðast en ekki síst að hafa gaman – þess vegna geta allir dansað salsa.“

 • Námskeiðið hefst 29. ágúst og lýkur þann 26. september
 • Kennt 1x í viku í 5 vikur á þriðjudögum frá kl. 20.00 – 21.00.
 • ​Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10.
 • Verð: 9.500 kr (17.000 ef tveir eru skráðir saman).

  Við hvetjum bæði einstaklinga og pör til að skrá sig.

  Skvísudans

  Skvísudans er fyrir þá sem vilja gleðjast í gegnum dans og það eru engar kröfur um dansreynslu!

  Á námskeiðinu verða ýmsir dansstílar teknir fyrir eins og jazzballett, nútíma og klassískur ballett ásamt ýmsum pilates æfingum. Það verður því mikil fjölbreytni og að sjálfsögðu fjör því það er fátt annað skemmtilegra en að dansa.

  • Námskeiðið hefst 30. ágúst og lýkur þann 27. september
  • Kennt 1x í viku í 5 vikur á miðvikudögum frá kl. 17.15 – 18.15.​
  • Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10.​

  Dans er líka gríðarlega góð heilsurækt, styrkir allan líkamann, gefur langa og fallega vöðva og bætir líkamsstöðuna.

   Ekki er gerð krafa um fyrri dansreynslu.

   Loftfimleikar – silki

   Byrjendanámskeið það sem farið er í undirstöðuatriðin og grunnæfingar í silki og þróast tímarnir svo með framförum nemenda.

   Í loftfimleikum læra nemendur að treysta á eigin styrk og liðleika ásamt því að efla líkamsburð ásamt því að læra allskonar kúnstir hangandi í silkjum.

   • Námskeiðið hefst 6. september og lýkur þann 4. október.
   • Kennt 1x í viku í 5 vikur á miðvikudögum frá kl. 18.00 – 19.00.​
   • Lágmarksfjöldi þátttakenda er 5.​

   Ekki þarf að hafa neinn sérstakan grunn, styrk eða liðleika áður en þú byrjar.