Valtímar í boði

Valtímar eru kenndir einu sinni í viku. Tímarnir hefjast í vikunni 2. – 6. september

Vinsamlega athugið að í sumir valtíma er gerð krafa um fyrri dansreynslu og að nemendur séu skráðir í grunndeild.

Ekki taka allir valtímar þátt í jóla- og vorsýningum skólans.

Sérstakt verð er í boði fyrir nemendur skráða í grunndeild og því ekki fjölgreinaafsláttur í boði.

Commercial fyrir 9 ára og eldri

Commercial dans er gríðarlega vinsæll dansstíll en hann má sjá t.d. í tónlistarmyndböndum, tónleikum, kvikmyndum, auglýsingum o.fl. 

Tímarnir byggjast á því að nemendur læri skemmtilegar og krefjandi kóreógrafíur við ný sem og gömul popplög þar sem áherslan er á dýnamík í hreyfingum og framkomu. 

Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.

Skipting í hópa er eftirfarandi

  • C- hópur fyrir 9-11 ára
  • D-hópur fyrir 12-14 ára
  • E-hópur fyrir 15+

 Nútímadans fyrir 9 ára og eldri

Nútímadans er dansstíll sem ögrar skipulagðri danstæki hins klassíska ballets. Í nútímadansi er lögð áhersla á tjáningu og frelsi. Nemendur fæddir 2013 geta byrjað að æfa nútímadans. 

Í þessum tímum lærir þú undirstöður, tækni og grunnatriði í nútímadansi ásamt því að áhersla er lögð á flæði, snerpu, spuna og tjáningu í dansi. Dæmi um nútímadans má sjá hjá hinum ýmsu dansflokkum um heiminn m.a. hjá Íslenska dansflokknum

Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.

Skipting í hópa er eftirfarandi

  • C- hópur fyrir 9-11 ára
  • D-hópur fyrir 12-14 ára
  • E-hópur fyrir 15+

Söngleikjadans fyrir 6 ára og eldri

Frábært val fyrir þá sem vilja efla sviðsframkomu og læra skemmtilega söngleikjadansa.

Hér er lögð áhersla á sviðsframkomu, túlkun, líkamsbeitingu og sjálfsöryggi. Kenndir eru dansar við lög úr söngleikjum, dæmi um söngleikjadans er til dæmis dansar við lög úr söngleikjunum Mamma Mia, Lion King, Mary Poppins, Frozen og margt fleira.

Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.

Skipting í hópa er eftirfarandi

  • B-hópur fyrir 6-8 ára
  • C- hópur fyrir 9-11 ára
  • DE-hópur fyrir 12 ára og eldri (ath æfa einu sinni í viku tvær klst í senn)

Ekki er gerð krafa um fyrri dansreynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild. 

Ballettval fyrir 12 ára og eldri

Ballett val er einunis í boði fyrir nemendur skráða í jazz eða ballett hópa skólans. Valið er frábært fyrir áhugasama nemendur í ballett deild skólans sem að vilja bæta við sig ballett tíma ásamt þeim jazz nemendum sem hafa áhuga á að æfa ballett einu sinni í viku. 

Klassískur ballett er nauðsynlegur fyrir alla sem vilja ná góðri undirstöðu í nánast öllum dansstílum.

Skipting í hópa er eftirfarandi

  • DE hópur 12 ára og eldri



Tækni, styrkur og liðleiki fyrir 12 ára og eldri

Tækni tímar eru frábær viðbót fyrir nemendur í bæði jazz og ballett námi, skylda er að vera skráður í annað hvort jazz eða ballett hóp til að fá aðgang að skráningu í tæknival.

Í tímunum er lögð áhersla á að dýpka þekkingu nemenda á tækni enn frekar ásamt því að gera styrktar og teygjuæfingar. Frábær og mikilvægt viðbót fyrir metnaðarfullar dansnemendur sem vilja ná langt.

Skipting í hópa er eftirfarandi

  • DE hópur 12 ára og eldri

Táskóval fyrir 12 ára og eldri

Táskóval er einungis í boði fyrir nemendur í DE ballett deild skólans. Kennt er táskó tækni og rútínur.

Skipting í hópa er eftirfarandi

  • DE hópur 12 ára og eldri