Um skólann
Starfsemi Listdansskóla Hafnarfjarðar hófst í janúar 1994 en þá stunduðu 12 nemendur nám við skólann. Árið 2024 eru nemendur 320 talsins.
Listdansskóli Hafnarfjarðar heldur upp á vorsýningu í Borgarleikhúsinu þann 1.maí árlega. Auk þess sýna nemendur á jólasýningu skólans sem er haldin í lok haustannar ár hvert.
Nemendur 6 ára og eldri hafa kost á því að bæta við sig valfögum eftir áhugasviði og þannig hanna sína stundatöflu sjálfir.
TEAM LDH, keppnislið skólans, hefur tekið þátt í Dance World Cup keppninni síðustu ár og gefst nemendum tækifæri til að fara í prufur fyrir keppnisliðið á haustin.
Námskeiðin okkar
Listdansskóli Hafnarfjarðar býður upp á fjölbreytt dansnám fyrir 2 ára og eldri.
- Forskólinn Glitrandi stjörnur fyrir 2-5 ára
- Ballett fyrir 6 ára og eldri
- Djassdans fyrir 6 ára og eldri
- Loftfimleikar fyrir 7 ára og eldri
- Valtímar fyrir 8 ára og eldri
- Salsa fyrir fullorðna
- Loftfimleika fyrir fullorðna
Vefverslun
Listdansskolishop er vefverslun Listdansskóla Hafnarfjarðar þar sem hægt er að finna fjölbreyttan fatnað merktan skólanum.
MARKMIÐ
Markmið LDH er að bjóða uppá fjölbreytt, metnaðarfullt og hvetjandi dansnám.
Hafa samband
Staðsetning: Helluhrauni 16 – 18, 220 Hafnarfjörður
Sími á skrifstofu: 894 0577
Email: listdansskoli@listdansskoli.is
Opnunartími skrifstofu: Mánudaga – fimmtudaga frá kl. 13.00 – 16.00.