Listdansskóli
Hafnarfjarðar
Sumarnámskeið 2023
Sumarnámskeið fyrir 4 – 12 ára hefjast 12. júní
Sumarnámskeið fyrir 12 – 15 ára hefst 28. maí
Um skólann
Starfsemi Listdansskóla Hafnarfjarðar hófst í janúar 1994 en þá stunduðu 12 nemendur nám við skólann. Árið 2021 voru nemendur 350 talsins.
Listdansskóli Hafnarfjarðar heldur upp á vorsýningu í Borgarleikhúsinu þann 1.maí árlega. Auk þess sýna nemendur á jólasýningu skólans sem er haldin annað hvort í Gaflaraleikhúsinu eða sölum skólans.
Nemendur 13 ára og eldri hafa kost á því að fara í dansferð með skólanum til London annað hvert ár. Þar verja þau 4-6 dögum með kennurum skólans og fara í danstíma, dansworkshop og á söngleik.
Skólinn hefur einnig tekið þátt í danskeppnum erlendis, en árið 2015 sigraði hópur af nemendum frá okkur á dansmóti á Spáni!
Námskeiðin okkar
Listdansskóli Hafnarfjarðar býður upp á fjölbreytt dansnám fyrir 2 ára og eldri.
- Forskólinn Glitrandi stjörnur fyrir 2-5 ára
- Ballett fyrir 6 ára og eldri
- Djassdans fyrir 6 ára og eldri
- Loftfimleikar fyrir 7 ára og eldri
- Valtímar fyrir 8 ára og eldri
- Salsa fyrir fullorðna
Vefverslun
Listdansskolishop er vefverslun Listdansskóla Hafnarfjarðar þar sem hægt er að finna fjölbreyttan fatnað merktan skólanum.
Skólastjórnin
“ Dansinn gerir allt betra! Markmið okkar er að bjóða upp á metnaðarfullt og jákvætt dansnám á grunn- og framhaldsstigi. „
– Eva Rós Guðmundsdóttir

Skóladagatal
Næstu viðburðir
21.-24.
október
Vetrarfrí!
25.
nóvember
Jólasýning – yngri hópar
26.
nóvember
Jólasýning – eldri hópar
Fréttir
Nýjustu fréttir og tilkynningar
Páskafrí
Við minnum á páskafrí Listdansskóla Hafnarfjarðar frá og með 1. apríl til og með 10. apríl 2023 Kennsla hefst aftur samkvæmt stundarskrá þriðjudaginn 11. apríl 2023
Hafa samband
Staðsetning: Helluhrauni 16 – 18, 220 Hafnarfjörður
Sími á skrifstofu: 894 0577
Email: listdansskoli@listdansskoli.is
Opnunartími skrifstofu: Mánudaga – fimmtudaga frá kl. 13.00 – 16.00