Djassdans
Djassdansinn hefur verið í boði hjá listdansskólanum síðan 2001 og hafa margir nemendur frá okkur haldið áfram í framhaldsnám í dansi bæði hérlendis og erlendis.
Við leggjum mikla áherslu á góða tæknigetu og líkamsburð, gott tóneyra og tjáningu og danssköpun.
Nemendur 8 ára og eldri geta bætt við sig auka valtímum til að auka tæknigetu, styrk og sviðsframkomu.
Eftir 4. flokk eru hóparnir lokaði og því ekki hægt að koma nýr inn nema ef einstaklingur hefur viðeigandi dansreynslu.
Allir kennarar eru menntaðir í dansi og eru með mikla reynslu.
Önnin endar á glæsilegri sýningu.
Námskeiðin
Haustönn 2023 hefst 28. ágúst fyrir 9 ára og eldri og 2. september fyrir 7 ára og yngri
6 ára djass
Nemendur fæddir 2017
1x í viku (50 mín í senn)
Hægt að bæta við ballett æfingu einu sinni í viku.
Fatnaður:
Litur djass – grunnstigs er fjólublár.
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í fjólubláum bol og svörtum leggings.
7 ára djass
Nemendur fæddir 2016
1x í viku (1 klst í senn)
Hægt að bæta við ballett æfingu einu sinni í viku (7-8 ára ballett sem æfir á laugardögum).
Fatnaður:
Litur djass – grunnstigs er fjólublár.
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í fjólubláum bol og svörtum leggings.
8-9 ára djass
Nemendur fæddir 2014 og 2015
2x í viku (1 klst í senn)
Hægt að bæta við valtímum, sjá fyrir neðan
Fatnaður:
Litur djass – grunnstigs er fjólublár.
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í fjólubláum bol og svörtum leggings.
2. flokkur djass
Nemendur fæddir 2013
2x í viku (1 klst í senn)
Hægt að bæta við valtímum, sjá fyrir neðan
Fatnaður:
Litur djass – miðstigs er dökkblár.
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í dökkbláum bol og svörtum leggings.
3. flokkur djass
Nemendur fæddir 2012
2x í viku (1 klst í senn)
Hægt að bæta við valtímum, sjá fyrir neðan
Fatnaður:
Litur djass – miðstigs er dökkblár.
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í dökkbláum bol og svörtum leggings.
4. flokkur djass
Nemendur fæddir 2011
2x í viku (1 klst í senn)
Hægt að bæta við valtímum, sjá fyrir neðan
Fatnaður:
Litur djass – miðstigs er dökkblár.
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í dökkbláum bol og svörtum leggings.
5. flokkur djass
Nemendur fæddir 2010
Lokaður hópur (tveggja ára dansreynsla)
2x í viku (1 klst og 15 mín í senn)
Hægt að bæta við valtímum, sjá fyrir neðan
Fatnaður:
Litur djass – efstastigs er svartur.
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í svörtum bol og svörtum leggings ásamt því að eiga svartan ballettbol.
Framhaldsflokkur 2
Nemendur fæddir 2009 – 2007
Lokaður hópur (fjögurra ára dansreynsla)
2x í viku (1 klst og 15 mín í senn)
Hægt að bæta við valtímum, sjá fyrir neðan
Fatnaður:
Litur djass – efstastigs er svartur.
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í svörtum bol og svörtum leggings ásamt því að eiga svartan ballettbol.
Framhaldsflokkur 1
Nemendur fæddir 2006 – 2004
Lokaður hópur (fimm ára dansreynsla)
2x í viku (1.5 klst í senn)
Hægt að bæta við valtímum, sjá fyrir neðan
Fatnaður:
Litur djass – efstastigs er svartur.
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í svörtum bol og svörtum leggings ásamt því að eiga svartan ballettbol.
Valnámskeið í boði
Valnámskeiðin eru kennd einu sinni til tvisvar í viku í 14 vikur. Tímarnir hefjast í vikunni 4. – 8. september.
Vinsamlega athugið að í sum valnámskeið er gerð krafa um fyrri dansreynslu og að nemendur séu skráðir í grunndeild.
Ekki taka öll valnámskeið þátt í jóla- og vorsýningum skólans.
Sérstakt verð er í boði fyrir nemendur skráða í grunndeild og því ekki fjölgreinaafsláttur í boði.
Verð:
-
- 17.900 kr. (einu sinni í viku) fyrir nemendur í grunndeildum skólans.
- 36.500 kr. (tvisvar í viku) fyrir nemendur í grunndeildum skólans.
- 36.500 kr. (einu sinni í viku) sem stakt námskeið
- 58.500 kr. (tvisvar í viku) sem stakt námskeið
Söngleikjadans
Frábært val fyrir þá sem vilja efla sviðsframkomu og læra skemmtilega söngleikjadansa.
Hér er lögð áhersla á leiklist, sviðsframkomu, túlkun, líkamsbeitingu og sjálfsöryggi. Kenndir eru dansar við lög úr söngleikjum og mun hópurinn taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.
Skipt er í hópa eftir aldri.
Í söngleikjadans 2 æfa nemendur tvisvar í viku, þar sem áhersla er lögð á dans, söng og leiklist. Ekki er gerð krafa um fyrri dansreynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild.
Í söngleikjadans 3 geta nemendur valið á milli þess að æfa einu sinni eða tvisvar í viku, þar sem áherslan er lögð á annaðhvort leiklist eða dans. Gerð er krafa um tveggja ára dansreynslu fyrir söngleikjadans 3 – dans.
Þrír hópar – kennt tvisvar í viku
Söngleikjadans 1
Byrjendastig, – nemendur fæddir 2015 – 2011.
Söngleikjadans 2
Byrjendastig – nemendur fæddir 2012 – 2010.
Söngleikjadans 3
Byrjendastig – nemendur fæddir 2009 og eldri (gerð er krafa um tveggja ára dansreynslu).
Nútímadans
Nútímadans er dansstíll sem ögrar skipulagðri danstæki hins klassíska ballets. Í nútímadansi er lögð áhersla á tjáningu og frelsi.
Í þessum tímum lærir þú undirstöður, tækni og grunnatriði í nútímadansi ásamt því að áhersla er lögð á flæði, snerpu, spuna og tjáningu í dansi.
Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.
Ekki er gerð krafa um fyrri nútímadans reynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild fyrir nútímadans 1
Tveir hópar – kennt einu sinni í viku
Nútímadans 1
Byrjendastig, – nemendur fæddir 2013 – 2010
Nútímadans 2
Framhaldsstig, árs reynsla – nemendur fæddir 2011 – 2009
Nútímadans 3
Framhald, tveggja ára reynsla – nemendur fæddir 2008 og eldri (aðeins fyrir nemendur í grunndeildum skólans)
Ballett-tækni
Ballett er frábær undirstaða fyrir alla dansstíla. Hér er farið í grunnæfingar, líkamsstöðu og lengingar. Frábærir tímar sem veita dönsurum meiri tækni, styrk og líkamsbeitingu.
Ekki er gerð krafa um fyrri dans reynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild.
Einn hópur – kennt einu sinni í viku
Ballett-tækni
Nemendur fæddir 2013 og eldri
Commercial
Commercial dans er gríðarlega vinsæll dansstíll en hann má sjá t.d. í tónlistarmyndböndum, auglýsingum o.fl.
Tímarnir byggjast á því að nemendur læri skemmtilegar og krefjandi kóreógrafíur við ný sem og gömul lög þar sem áherslan er á dýnamík í hreyfingum og framkomu.
Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.
Gerð er krafa um tveggja ára dansreynslu í commercial.
Í commercial yngri er ekki er gerð krafa um fyrri dans reynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild.
Tveir hópar – kennt einu sinni í viku
Commercial
Nemendur fæddir 2009 og eldri
Commercial yngri
Nemendur fæddir 2010 – 2011
Strákahópur
Blanda af ballett, djassdans og acro. Mikil áhersla er lögð á liðsheild, góða tæknigetu og líkamsburð, gott tóneyra, tjáningu, danssköpun og efla sjálfstraust.
Ekki er venjan að skipta í hópa eftir kyni í dansi, og öllum strákum velkomið að skrá sig í aðra hópa skólans.
Ekki er gerð krafa um fyrri dans reynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild.
Einn hópur – kennt einu sinni í viku
Strákahópur
Nemendur fæddir 2015 – 2011
Styrkur og liðleiki
Frábærir tímar fyrir alla dansara sem vilja bæta styrk og liðleika.
Hver tími er 40 mínútur
Í tímunum eru gerðar fjölbreyttar styrktar og liðleikaæfingar og er áherslan lögð á þá vöðva sem notast er við í dansinum.
Ekki er gerð krafa um fyrri dansreynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild
Einn hópur – kennt einu sinni í viku
Styrkur og liðleiki
Nemendur fæddir 2013 og eldri