Loftfimleikar
Í loftfimleikum læra nemendur að treysta á eigin styrk og liðleika ásamt því að efla líkamsburð.
Nemendur læra allskonar kúnstir hangandi í silkjum eða lýru. Kennd verða grunnatriðin og tímarnir þróast með framförum nemenda.
Nemendur 8 ára og eldri geta bætt við sig auka valtímum til að auka tæknigetu, styrk og sviðsframkomu.
Allir kennarar eru menntaðir í dansi og eru með mikla reynslu.
Önnin endar á glæsilegri sýningu.
Námskeiðin
Haustönn 2022 hefst 29. ágúst.
Silki A
Byrjendahópur
Aldur: 9 ára +
Kennt tvisvar sinnum í viku (klst. í senn)
Fatnaður:
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í svörtum síðermabol og svörtum leggings.
Mikilvægt er að passa að föt séu aðsniðin þar sem víð föt vefjast auðveldlega í silki og lýru. Einnig mega nemendur ekki vera með skartgripi þar sem þeir geta flækst.
Silki B
Framhaldshópur með eins árs reynslu í silki
Aldur: 10 ára +
Kennt tvisvar sinnum í viku (klst. í senn)
Fatnaður:
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í svörtum síðermabol og svörtum leggings.
Mikilvægt er að passa að föt séu aðsniðin þar sem víð föt vefjast auðveldlega í silki og lýru. Einnig mega nemendur ekki vera með skartgripi þar sem þeir geta flækst.
Silki C
Framhaldshópur með tveggja ára reynslu í silki
Aldur: 11 ára +
Kennt tvisvar sinnum í viku (klst. í senn)
Fatnaður:
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í svörtum síðermabol og svörtum leggings.
Mikilvægt er að passa að föt séu aðsniðin þar sem víð föt vefjast auðveldlega í silki og lýru. Einnig mega nemendur ekki vera með skartgripi þar sem þeir geta flækst.
Silki E/F
Framhaldshópur með fjögurra ára reynslu í silki
Aldur: 13 ára +
Kennt tvisvar sinnum í viku (klst. í senn)
Fatnaður:
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í svörtum síðermabol og svörtum leggings.
Mikilvægt er að passa að föt séu aðsniðin þar sem víð föt vefjast auðveldlega í silki og lýru. Einnig mega nemendur ekki vera með skartgripi þar sem þeir geta flækst.
Lýra A
Byrjendahópur
Aldur: 9 ára +
Kennt tvisvar sinnum í viku (klst. í senn)
Fatnaður:
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í svörtum síðermabol og svörtum leggings.
Mikilvægt er að passa að föt séu aðsniðin þar sem víð föt vefjast auðveldlega í silki og lýru. Einnig mega nemendur ekki vera með skartgripi þar sem þeir geta flækst.
Lýra B
Framhaldshópur með eins árs reynslu í Lýru
Aldur: 10 ára +
Kennt tvisvar sinnum í viku (klst. í senn)
Fatnaður:
Nemendur eiga að hafa hárið ávallt greitt snyrtilega frá andliti og mæta í svörtum síðermabol og svörtum leggings.
Mikilvægt er að passa að föt séu aðsniðin þar sem víð föt vefjast auðveldlega í silki og lýru. Einnig mega nemendur ekki vera með skartgripi þar sem þeir geta flækst.
Valtímar í boði
Allir valtímar eru kenndir einu sinni í viku í 14 vikur. Tímarnir hefjast í vikunni 5. – 9. september. Vinsamlega athugið námskeiðið Waacking hefst 20. september og verða tveir laugardagstímar á önninni.
Vinsamlega athugið að í suma valtíma er gerð krafa um fyrri dansreynslu og að nemendur séu skráðir í grunndeild.
Ekki allir valtímar taka þátt í jóla- og vorsýningum skólans.
Sérstakt verð er í boði fyrir nemendur skráða í grunndeild og því ekki fjölgreinaafsláttur í boði.
Verð:
-
- 10.900 kr. fyrir nemendur í grunndeildum skólans.
- 19.900 kr. sem stakt námskeið
Ballett-tækni
Ballett er frábær undirstaða fyrir alla dansstíla. Hér er farið í grunnæfingar, líkamsstöðu og lengingar. Frábærir tímar sem veita dönsurum meiri tækni, styrk og líkamsbeitingu.
Ekki er gerð krafa um fyrri dans reynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild.
Tveir hópar
Ballett-tækni 1
Nemendur fæddir 2014 – 2010
Ballett-tækni 2
Nemendur fæddir 2009 og eldri
Dansgrunnur
Dansgrunnur er byrjendanámskeið fyrir nemendur fædda 2009 – 2007 sem langar að kynnast djassdansi.
Í þessum tímum fá nemendur innsýn inn í djassdansinn og er lögð áhersla á að þeir öðlist gott vald á réttri líkamsbeitingu og stöðu, fái tilfinningu fyrir samhæfingu líkamshluta í hreyfingu, öðlist líkamsstyrk og liðleika, fái þjálfun í að samhæfa tónlist og hreyfingu og getu til að dansa í hóp.
Ekki er gerð krafa um fyrri dans reynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild.
Einn hópur
Dansgrunnur
Nemendur fæddir 2009 – 2007
Söngleikjadans
Frábært val fyrir þá sem vilja efla sviðsframkomu og læra skemmtilega söngleikjadansa.
Hér eru lögð áhersla á sviðsframkomu, túlkun og líkamsbeitingu og sjálfsöryggi. Kenndir eru dansar við lög úr söngleikjum og mun hópurinn taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.
Ekki er gerð krafa um fyrri dans reynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild. Gerð er krafa um tveggja ára dansreynslu fyrir söngleikjadans 3
Þrír hópar
Söngleikjadans 1
Byrjendastig, – nemendur fæddir 2014 – 2012.
Söngleikjadans 2
Byrjendastig – nemendur fæddir 2011 – 2009.
Söngleikjadans 3
Byrjendastig – nemendur fæddir 2008 og eldri (gerð er krafa um tveggja ára dansreynslu).
Nútímadans
Nútímadans er dansstíll sem ögrar skipulagðri danstæki hins klassíska ballets. Í nútímadansi er lögð áhersla á tjáningu og frelsi.
Í þessum tímum lærir þú undirstöður, tækni og grunnatriði í nútímadansi ásamt því að áhersla er lögð á flæði, snerpu, spuna og tjáningu í dansi.
Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.
Ekki er gerð krafa um fyrri dans reynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild fyrir nútímadans 1
Tveir hópar
Nútímadans 1
Byrjendastig, – nemendur fæddir 2011 – 2009
Nútímadans 2
Framhald, eins til tveggja ára reynsla – nemendur fæddir 2008 og eldri (aðeins fyrir nemendur í grunndeildum skólans)
Waacking
Waacking er dansstíll sem einkennist af handahreyfingum, skynjun tónlistar og takts og glæsileika.
Í þessum tímum lærir þú grunntæknina í Waaking, listina við að stilla sér upp ásamt kóreógrafíu. Í lok námskeiðsins muntu hafa öðlast færni í fáguðum hreyfingum og sjálfstraust til að „Waacka“ með stæl.
Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.
Ekki er gerð krafa um fyrri dansreynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild
Einn hópur
Waacking
Nemendur fæddir 2009 og eldri
Commercial
Commercial dans er gríðarlega vinsæll dansstíll en hann má sjá t.d. í tónlistarmyndböndum, auglýsingum o.fl.
Tímarnir byggjast á því að nemendur læri skemmtilegar og krefjandi kóreógrafíur við ný sem og gömul lög þar sem áherslan er á dýnamík í hreyfingum og framkomu.
Hópurinn mun taka þátt í bæði jóla- og vorsýningu skólans.
Gerð er krafa um tveggja ára dansreynslu.
Einn hópur
Commercial
Nemendur fæddir 2009 og eldri
Styrkur og liðleiki
Frábærir tímar fyrir alla dansara sem vilja bæta styrk og liðleika.
Í tímunum eru gerðar fjölbreyttar styrktar og liðleikaæfingar og er áherslan lögð á þá vöðva sem notast er við í dansinum.
Ekki er gerð krafa um fyrri dansreynslu né að nemendur séu skráðir í grunndeild
Einn hópur
Styrkur og liðleiki
Nemendur fæddir 2012 og eldri