Kennarar skólans

Evaportrait.jpg

Skólastjóri - Eva Rós Guðmundsdóttir

Eva Rós lærði ballett í Ballettskóla Eddu Scheving. Hún var í dansnámi hjá De Montfort University, Leicester 2003-2006. Árið 2007-2008 nam hún Dance studies við Laban í London.

Eva Rós hefur sérhæft sig í modern (nútímadansi) og djassdansi. Hún hefur samið dansa fyrir nokkra vettvanga t.d. England Youth Dance keppni og setti upp nokkra söngleiki fyrir framhaldskólann Gymnasium Willhöden í Hamborg. Hún hefur kennt í Kramhúsinu Street dance, djassdans og nútímadans og við Listdansskóla Íslands djassdans og módern. Hún kennir djassdans, nútímadans og spuna við Listdansskóla Hafnarfjarðar.

Netfang: eva@listdansskoli.is

Kennarar

Elísa Björg Benediktsdóttir - Ballett

Elísa stundaði dansnám við Listdansskóla Hafnarfjarðar til 17 ára aldurs í bæði ballett, djass og nútímadansi. Eftir það lá leið hennar í Listdansskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist af klassískri braut árið 2014 og í The Ailey School í New York þar sem hún lærði klassískan ballett, nútímadans, Horton, Graham, body conditioning o.fl. Hún útskrifaðist úr The Ailey School árið 2017 en með námi sínu sýndi hún með Ailey Student Performance Group á lokaárinu á ýmsum stöðum í New York og New Jersey.

Eydís Rose Vilmundardóttir - Djassdans/Nútímadans

Eydís hefur bachelor gráðu í nútímadansi frá Listdansskóla Íslands ásamt því að hafa farið í 9 mánaðar nám hjá Jasmin Vardimon og fengið diploma gráðu í nútímadansi frá Danslistarskóli JSB. Á síðustu árum hefur hún starfað sem danskennari hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar ásamt því að vinna að fjölbreyttum verkefnum en þar má nefna verkefnið Dans fyrir alla átak Dansgarðsins til að auka aðgengi danskennslu fyrir öll börn á Íslandi.

Netfang: eydis@listdansskoli.is

eyrún ævarsdóttir - silki

Eyrún hefur stundað sirkuslistir frá 16 ára aldri, síðan hún gekk til liðs við Sirkus Íslands. Hún lauk fjögurra ára BA námi í sirkuslistum frá Codarts listaháskólanum í Hollandi vorið 2016, þar sem hún sérhæfði sig í loftfimleikum. Eyrún hefur tekið þátt í helstu sýningum Sirkus Íslands og kennt í sirkusskóla fyrir börn og unglinga og á loftfimleikanámskeiðum. Hún hefur farið á ýmis sirkus námskeið og ráðstefnur erlendis.

Netfang: eyrun@listdansskoli.is

Eyrunsilki.jpg
Harpasilki.jpg

Harpa Lind Ingadóttir - silki (í fríi)

Harpa er uppalin í Svíþjóð og útskrifaðist þar úr tónlistamenntaskóla 2007. Hún fékk einkaþjálfararéttindi hjá Word Class árið 2014 og lauk 240 tíma Yogakennaranámi hjá Ástu Arnadóttur í Yogavin árið 2017. Að auki hefur hún sótt ýmis loftfimleika og acrobatic-námskeið erlendis.

Harpa Lind starfar sem sirkuslistakona hjá Sirkus Íslands og loftfimleikakennari hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar ásamt því að kenna jóga. Hún hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum en þar á meðal að sá hún um sirkuslistir í söngleiknum Slá í gegn í Þjóðleikhúsinu ásamt því að hún hefur ferðast um landið og boðið ókeypis smiðju í loftfimleikum (silki)

Hildur Jakobína Tryggvadóttir - Djassdans

​(Í fæðingarorlofi)

Hildur (Bíbí) hefur stundað dansnám frá 8 ára aldri. Hún stundaði nám í Listdansskóla Íslands og útskrifaðist þaðan úr nútímadansi. Bíbí stundaði einnig nám í Kaupmannahöfn í sviðlistarnámi í Cispa, Copenhagen International school of Performing arts.

Bíbí hefur starfað í Kaupmannahöfn sem leikkona og dansari hjá leikhúsinu Republique í uppsetningunni Völuspá (Vølvens Spådom) og Snædrottningunni (Snedronningen). Hún hefur einnig starfað í Þjóðleikhúsinu sem aðstoðarleikstjóri, framleiðandi og aðstoðað með hreyfingar á sviði. Bíbí lék, söng og dansaði í Buddy Holly söngleiknum, Latarbæjarsýningunni í Laugardalshöll og hefur dansað í Söngvakeppni sjónvarpsins.

Martaportrait.jpg

Marta S. Rúnarsdóttir - Ballett

Marta lærði ballett við Listdansskóla Þjóðleikshússins og djassballett hjá Jazzballettskóla Báru á 8. áratugnum. Hún stundaði nám í klassískum ballett hjá Studio Arts Centre í Adelaide, S- Ástralíu. Sá skóli var stofnaður af J. Priest sem var meðal áhrifamestu frumkvöðlum í listdansi í Ástralíu. Þaðan fór hún í framhaldsnám við The Centre for the Performing Arts College í Adelaide og útskrifaðist þaðan sem listdansari árið 1986.

Marta hefur dansað með ýmsum dansflokkum og tekið þátt í fjölmörgum sýningum í Ástralíu, Íslandi og Danmörku. Hún hefur kennt klassískan ballett, nútíma- og djassdans í Ástralíu og hérlendis. Hún hefur einnig tekið að sér fjölbreytt og skapandi verkefni á listdanssviðinu meðal annars sem danshöfundur og skipuleggjandi viðburða. Frá árinu 2001 hefur hún kennt ýmsum aldurshópum við Listdansskóla Hafnarfjarðar.

Netfang: marta@listdansskoli.is

Sandra Gunnarsdóttir - Djassdans

Sandra hóf ballettnám hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar fjögurra ára gömul og hefur verið dansandi síðan. Hún útskrifaðist árið 2015 af listdansbraut hjá Listdansskóla Ísland. Að auki hefur hún stundað fjölbreytt dans og jóga námskeið víðsvegar um heiminn, þar á meðal í Hollandi, Svíþjóð og Tælandi.

Hún hefur tekið þátt í ýmsum skapandi verkefnum, spuna og danssmíði og setti meðal annars upp eigið verk með samnemendum í Gaflaraleikhúsinu haustið 2015. Einnig hefur hún aðstoðað við uppsetningu á Reykjavík Dance Festival. Í dag kennir hún djassdans við Listdansskóla Hafnarfjarðar meðfram háskólanámi.

Netfang: sandra@listdansskoli.is

Sandraportrait.jpg

gestaKennarar

Berglind Ýr Karlsdóttir - Gestakennari

Berglind Ýr stundaði fimleika frá 3ja ára til 11 ára og var svo í dansi hjá JSB frá 12 til 16 ára. Hún útskrifaðist árið 2008 af nútímalistabraut frá Listdansskóla Íslands og lauk BA gráðu í Listdansnámi hjá Listaháskóla Íslands 2013. Berglind vann danskeppnina Dans dans dans árið 2011.

Berglind hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum (sviðslist og sjónvarp) og námskeiðum, bæði hér og erlendis. Hún var í starfsnámi eina önn hjá Íslenska Dansflokknum og hefur lokið jógakennaranámi Þessa önn er Berglind í frí til þess að einbeita sér að sálfræðinámi sínu en hún kemur reglulega inn sem gestakennari hjá skólanum ásamt því að halda fyrirlestra um heilbrigði, hreyfingu, líðan og sjálfsmynd.

Auður B Snorradóttir - Djassdans

Auður er með meistaragráðu í sviðslistum úr The Royal Academy of Dramatic Art og stundaði nám við listdansbraut Listdansskóla Íslands.

Síðasta áratug hefur hún unnið sem dans-og sviðshreyfingahöfundur fyrir áhuga-og atvinnuleikhús, menntaskóla og sjónvarp, ásamt því að kenna börnum og unglingum dans, söng og leiklist í fjölda sviðslistaskóla víðsvegar um heiminn.