Eva Rós

Skólastjóri

Eva Rós lærði ballett í Ballettskóla Eddu Scheving. Hún var í dansnámi hjá De Montfort University, Leicester 2003-2006. Árið 2007-2008 nam hún Dance studies við Laban í London.

Eva Rós hefur sérhæft sig í modern (nútímadansi) og djassdansi. Hún hefur samið dansa fyrir nokkra vettvanga t.d. England Youth Dance keppni og setti upp nokkra söngleiki fyrir framhaldskólann Gymnasium Willhöden í Hamborg. Hún hefur kennt í Kramhúsinu Street dance, djassdans og nútímadans og við Listdansskóla Íslands djassdans og módern. Hún kennir djassdans, nútímadans og spuna við Listdansskóla Hafnarfjarðar.

Netfang: eva@listdansskoli.is

Kennarar

Alejandro

Loftfimleikakennari

Ásdís

Djassdanskennari

Ásdís Guðmundsdóttir, stundaði nám við Ballettskóla Sigríðar Ármann í 10 ár. Síðar tók við framhaldsnám í Listdansskóla Íslands með útskrift í nútímalistdansi. Í náminu var lögð áhersla á ýmsa tækni í nútímadansi ásamt klassískum ballett, jazzdans og steppdans.

Ásdís hefur kennt fjölbreytt námskeið og hóf störf við Listdansskóla Hafnarfjarðar árið 2020.

Netfang: asdis@listdansskoli.is

Dagný Dís

Djassdanskennari

Dagný hefur fjölbreytta dansreynslu en hún hefur stundað jazzballetnám hjá JSB (Jazzballettskóli Báru) og Listdansskóla Hafnarfjarðar, lært samkvæmisdansa hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru og balletgrunn í listskautum hjá Skautafélaginu SR og Birninum.

Að auki æfði hún hjá Dance Center Du Marais í París, mismunandi stíl af dönsum og hefur starfaði sem þjálfari, talsmaður og alþjóðlegur dómari hjá FitKid.

Netfang: 

Emilia

Commercial

Emilia hóf dansferil sinn í Póllandi þar sem hún hefur einnig tekið þátt í þó nokkrum stórum verkefnum eins og pólsku þáttunum Got Talent og sýningum í einum af stærstu dansbúðum heims, Fair Play.

Eftir að hún flutti til Íslands hefur hún viðhaldið dansástríðu sinni með því að deila þekkingu og reynslu í gegnum kennslu ásamt því að semja atriði fyrir Dance World Cup keppnina.

Netfang: 

Elísa Björg

Ballett- og nútímadanskennari

Elísa stundaði dansnám við Listdansskóla Hafnarfjarðar til 17 ára aldurs í bæði ballett, djass og nútímadansi.

Eftir það lá leið hennar í Listdansskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist af klassískri braut árið 2014 og í The Ailey School í New York þar sem hún lærði klassískan ballett, nútímadans, Horton, Graham, body conditioning o.fl.

Hún útskrifaðist úr The Ailey School árið 2017 en með námi sínu sýndi hún með Ailey Student Performance Group á lokaárinu á ýmsum stöðum í New York og New Jersey.

Netfang: elisa@listdansskoli.is

Harpa

Loftfimleikakennari

Harpa er uppalin í Svíþjóð og útskrifaðist þar úr tónlistamenntaskóla 2007. Hún fékk einkaþjálfararéttindi hjá Word Class árið 2014 og lauk 240 tíma Yogakennaranámi hjá Ástu Arnadóttur í Yogavin árið 2017. Að auki hefur hún sótt ýmis loftfimleika og acrobatic-námskeið erlendis.

Harpa Lind starfar sem sirkuslistakona hjá Sirkus Íslands og loftfimleikakennari hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar ásamt því að kenna jóga. Hún hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum en þar á meðal að sá hún um sirkuslistir í söngleiknum Slá í gegn í Þjóðleikhúsinu ásamt því að hún hefur ferðast um landið og boðið ókeypis smiðju í loftfimleikum (silki)

Netfang: harpa@listdansskoli.is

Kata

Djass og commercial kennari og danshöfundur fyrir Dance World Cup.

Kata er með BA (Hons) gráðu í Commercial Dansi frá Institute of the Arts Barcelona og diplómu í nútímadansi frá Listdansskóla Íslands. Í dag starfar hún sem dansari og danskennari ásamt því að vinna í ýmsum öðrum verkefnum og hlutverkum tengdum sviðslistum!

Hún hefur bæði tekið þátt í og staðið fyrir fjölbreyttum verkefnum fyrir svið og mynd hér á landi og erlendis sem ýmist dansari, danshöfundur og kynnir. Kata hefur einnig kennt víða um landið og samið atriði fyrir Dance World Cup.

 

Netfang: kata@listdansskoli.is

Marta 

Ballett- og djassdanskennari

Marta lærði ballett við Listdansskóla Þjóðleikshússins og djassballett hjá Jazzballettskóla Báru á 8. áratugnum. Hún stundaði nám í klassískum ballett hjá Studio Arts Centre í Adelaide, S- Ástralíu. Sá skóli var stofnaður af J. Priest sem var meðal áhrifamestu frumkvöðlum í listdansi í Ástralíu. Þaðan fór hún í framhaldsnám við The Centre for the Performing Arts College í Adelaide og útskrifaðist þaðan sem listdansari árið 1986.

Marta hefur dansað með ýmsum dansflokkum og tekið þátt í fjölmörgum sýningum í Ástralíu, Íslandi og Danmörku. Hún hefur kennt klassískan ballett, nútíma- og djassdans í Ástralíu og hérlendis. Hún hefur einnig tekið að sér fjölbreytt og skapandi verkefni á listdanssviðinu meðal annars sem danshöfundur og skipuleggjandi viðburða. Frá árinu 2001 hefur hún kennt ýmsum aldurshópum við Listdansskóla Hafnarfjarðar.

Netfang: marta@listdansskoli.is

Mirjam Yrsa 

Ballett- og nútímadanskennari

mirjam@listdansskóli.is

Rebecca Hidalgo

Djass- og söngleikjadanskennari

Rebecca Hidalgo (hún) er listamaður og danskennari frá New York. Hún útskrifaðist frá NYU Tisch School of Arts árið 2015 og starfar í dag sem leikari, dansari, danshöfundur, söngvari, tónlistarkona, leikstjóri og aðgerðarsinni. Í New York var hún meðlimur af House of Yes, Cirque du Nuit, og Tactile Movement Collective. 

Árið 2018 flutti hún til Íslands og hefur síðan þá tekið þátt í fjölmörgum sýningum en þar á meðal er We Will Rock You (Háskólabío- 2019), Kardemommubærinn (Þjóðleikhúsíd-2020), Feim (Verzluarskólí Íslands- 2021), Rómeó og Júlía (Þjóðleikhúsíd-2021) og Umskiptingur (Þjóðleikhúsíd-2022). 

Nýlega hlaut hún Grímuna fyrir bestu dans og sviðshreyfingar ársins í Rómeó og Júlíu. Þá hefur hún einnig samið dansa og komið fram í fjömörgum þáttum, auglýsingum og kvikmyndum, þar á meðal á RÚV og Republik Films.

Rebekka hefur einnig unnið mikið innan íslensku og amerísku dragsenunnar en þar má með Sasha Velour (RuPaul’s Drag Race), og á hinni árlegu dragsýningu „Drag Djók“ (for Hinsegin Dagar). 

Netfang: rebecca@listdansskoli.is

Sigríður Diljá

Djassdanskennari

Sigríður Diljá, kölluð Diljá, hóf dansferil sinn hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar.

Netfang: sigridur@listdansskoli.is