Sumarnámskeið
Á sumarnámskeiðinu fá börnin að kynnast fjölbreyttum dansstílum þar á meðal klassískum ballett, djassdansi, spuna, söngleikjadansi og nútímadansi. Börnin kynnast dansinum í gegnum sköpun og leik þar sem aðaláherslan er dansgleði.
Okkar markmið er að nemendur þroskist félagslega í gegnum hópavinnu, læri að tileinka sér góða líkamsvitund og upplifi fjölbreytta tónlist víðsvegar að úr heiminum.
Námskeiðin verða með svipuðu móti hvað varðar dagskrá og upphitunaræfingar en þar sem áhersla er lögð á skapandi vinnu nemenda er auðvelt að koma á nokkur námskeið yfir sumarið.
Námskeiðin verða haldin inn í Listdansskóla Hafnarfjarðar ásamt því að farið verður út með hópana þegar veður leyfir. Námskeiðin enda með sýningu fyrir foreldra og fá allir þátttakendur viðurkenningarskjal.
Leiðbeinendur okkar eru starfsmenn Listdansskóla Hafnarfjarðar sem hafa reynslu af námskeiðshaldi og vinna með börnum.